is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Tónlistardeild / Department of Music > Lokaritgerðir / Theses (BA, B.Mus.) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8994

Titill: 
  • Jafnstillingin
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Jafnstillingin hefur verið grundvallarviðmið í vestrænni tónlist hvað varðar ítónun og stillingu hljóðfæra að minnsta kosti frá því um miðja 19. öld. Hugmyndin að henni er þó mun eldri og mótun hennar tók langan tíma.
    Pýþagóras og hans fylgismenn uppgötvuðu um árið 500 f. Kr. að samhljómi milli tveggja tóna mætti lýsa með hlutföllum og hlutföll milli lágra, heilla talna væru ómblíð. Þegar búinn var til tónstigi með þeim stærðfræðilegu aðferðum sem þeir settu fram blöstu ýmis vandamál við þegar kom að því að tónflytja hann.
    Upp hófst leit að aðferð til að flytja tónstigann á mismunandi tóna án þess að hann hljómaði verr frá einum tón en öðrum. Um leið jókst eftirspurnin eftir fleiri ómblíðum tónbilum en áttund og fimmund en þríundin í tónstiga Pýþagórasar var heldur strekkt. Ýmsar óreglulegar stillingaraðferðir skutu upp kollinum og sú þeirra sem mestu máli skiptir er réttstillingin. Tónbil hennar samræmast að mestu leyti náttúrulegu yfirtónaröðinni og hljóma því einstaklega ómblíð. Hún tónfluttist hins vegar enn verr en tónstigi Pýþagórasar.
    Nú hófust deildur um hvort vægi þyngra, ómblíðan eða tónflutningurinn. Sú niðurstaða sem náðist í þetta mál var jafnstillingin. Hún byggir á því að áttundinni er skipt í tólf tóna með jöfnu bili á milli. Með henni varð tónflutningur vandkvæðalaus, tónstiginn hljómaði eins frá öllum tónunum tólf. Hvað ómblíðu varðar er hún bæði eftirbátur réttstillingarinnar og stillingar Pýþagórasar. Eina rétt stillta tónbil hennar sem jafnframt byggir á hlutfalli milli ræðra talna, er áttundin. Öll önnur tónbil eru bjöguð á einhvern hátt en þó svo lítið að manneyrað námundar í meginatriðum að réttu tónbili. Þegar öllu er á botninn hvolft virðast enharmónískir kostir jafnstillingarinnar hafa vegið þyngra en ómblíðan svo eftir að hún var fullmótuð og hafði hlotið almenna viðurkenningu, ruddi hún öðrum stillingaraðferðum að mestu leyti úr vegi.

Samþykkt: 
  • 7.6.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8994


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerd.pdf253.57 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna