is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Myndlistardeild / Department of Fine art > Lokaritgerðir / Theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8999

Titill: 
  • Ullabjakk
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í ritgerðinni er fjallað um hinn margbreytilega veruleika. Hvernig komið er að honum, hvernig hann er lesinn, hvernig hann er uppbyggður, hvernig hann er afbyggður og á hvaða forsendum. Póststrúktúralisminn og „bullið“ hans kom mér fyrst á bragðið og þá einkum heimspeki Jacques Derrida þar sem hann fjallar um merkinguna sem er á sífelldu reiki. Út frá þeim útgangspunkti er hægt að koma sér í mjúkinn í tóminu og bregða svo á leik. Upplifunin á veruleikanum er margbreytileg einkum ef litið er til samtals þeirra tveggja táknkerfa sem við styðjumst við til þess að gera honum skil, það er orð og mynd. Séð í víðara samhengi er hægt að hugleiða þetta samtal út frá því hvernig við upplifum veruleikann út frá samfélagsgerðinni og gerð umhverfisins, borginni. Verk eftir mig þar sem ég skoða samtal ýmissa þátta með að strípa þá niður í nær tóm menningarílát, ná utan um þessar hugleiðingar. Frá hugleiðingum á samtali táknkerfa í hinu lagskipta undirlagi samfélagsins nálgast ég yfirborðið með að ráðast inn í almannarými með ýmsum gjörðum sem kalla á samtal og þar með þátttöku áhorfandans. Samræður þessar tel ég að eigi að fara á skjön við aðstæður til þess að hrófla við því samkomulagi sem við erum orðin of vön. Með því að reyna svo á þá ramma sem okkur er settir, út frá eigin forsendum, tel ég að við getum nálgast betur okkar eigin innri bullara.

Samþykkt: 
  • 7.6.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8999


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerd.pdf3.56 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna