is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Myndlistardeild / Department of Fine art > Lokaritgerðir / Theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9000

Titill: 
  • Dægurmenning og sambland mismunandi miðla
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Hér fjalla ég um nokkra þætti sem tengjast minni listsköpun. Ég skoða einnig vinnuferli mitt í samanburði við aðra listamenn og reyni að varpa ljósi á það ferli sem ég geng í gegnum hverju sinni.
    Sjálf hef ég mikið verið að „fá lánað“ úr dægurmenningu og leitað fanga í dægurmenningu og því skoða ég sögu „appropriation art“ og nokkurra listamanna sem nota þessa aðferð, að fá hluti, teikningar, ljósmyndir og fleira lánað frá öðrum til sinnar listsköpunar. Það er nánast sjálfgefið að fjalla um popplistina ef að maður fer að skoða þessa vinnuaðferð sem byggist á dægurmenningu og því rek ég lauslega sögu popplistarinnar og hvað það er sem að einkennir hana.
    Eftir að hafa kafað ofan í popplistasöguna þá liggur leiðin að frægð í myndlist. Sjálf hef ég unnið nokkuð mikið með frægt fólk og ég skoða mín verk sem fjalla um frægð í samanburði við aðra listamenn.
    Í kaflanum sem fjallar um það að fá hluti og fleira að láni úr umhverfi okkar skoða ég ljósmyndina sérstaklega. Ljósmyndir eru eitthvað sem hafa einkennt verk mín í lengri tíma, hvort sem það eru ljósmyndir eftir sjálfa mig eða fundnar ljósmyndir. Ég ber ljósmyndamiðilinn saman við málverkið og velti fyrir mér hvað það er sem að gerist þegar maður blandar þessum tveimur miðlum saman.
    Síðast en ekki síst fjalla ég um grótesku, ýkjur og afskræmingu og nokkra listamenn sem vinna á mjög gagnrýnan hátt með grótesku. Gróteska er eitthvað sem að hefur vakið áhuga minn á seinustu misserum sem og það að vinna á gagnrýnni hátt. Ritgerðin fer yfir mín helstu áhugasvið og snertir einnig á hlutum sem mig langar að vinna með í framtíðinni.

Samþykkt: 
  • 7.6.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9000


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerd.pdf216.29 kBLokaðurHeildartextiPDF