EnglishisÍslenska

Member institutions

Search in


ThesisUniversity of Akureyri>Viðskipta- og raunvísindasvið>B.S. verkefni>

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/9054

Title
is

Árangur í áætlanagerð hjá íslenskum sveitarfélögum

Submitted
May 2011
Abstract
is

Megintilgangur verkefnisins er að leita svara við rannsóknarspurningunni:
Hver er árangur sveitarfélaga við framkvæmd og eftirfylgni fjárhagsáætlana?
Til að leita svara við henni er í byrjun verkefnisins fjallað fræðilega um sveitarfélög á Íslandi og sögu þeirra frá upphafi byggðar. Fjallað er um skipulagsheildir og stjórnskipulag almennt og hjá sveitarfélögum. Farið yfir hvað felst í áætlanagerð og hver sé lögformleg áætlanagerð hjá sveitarfélögum ásamt aðferðum sem beitt er við áætlanagerð og síðan er fjallað um árangursmælingar í áætlanagerð.
Í rannsóknarhlutanum voru tólf sveitarfélög valin og árangur þeirra í áætlanagerð skoðaður það er hvernig fjárhagsáætlanir sveitarfélaganna gengu eftir á árunum 2005 - 2009. Bornar voru saman fjárhagsáætlanir og raunniðurstöður málaflokka sveitarfélaganna, fundin þau frávik sem voru frá áætlunum og árangur þeirra metinn út frá frávikunum yfir tímabilið. Árangur sveitarfélaganna var síðan borinn saman og lagt mat á mismunandi árangur.
Nðurstöður af rannsókninni eru þær að það er mjög mismunandi hver árangur þessara sveitarfélaga er í áætlanagerð. Ástæðurnar fyrir því að árangur sveitarfélaganna er svona breytilegur geta verið margar og ekki tókst í þessu verkefni að finna neina eina ástæðu fyrir honum.

Accepted
07/06/2011


Artifacts
Name[Sortable]Size[Sortable]Visibility[Sortable]Description[Sortable]Format
Árangur_sveitarfél... .pdf3.84MBOpen Complete Text PDF View/Open