is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9057

Titill: 
  • Áhættuþættir fyrir þróun lystarstols
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Lystarstol telst til alvarlegra og langvinnra geðsjúkdóma og eru batahorfur mjög mismunandi. Lystarstol kemur yfirleitt fyrst fram á aldrinum 13 til 20 ára og eru stúlkur í miklum meirihluta. Komið hafa fram ýmsar kenningar sem leitast við að skýra orsakir lystarstols, engin ein þeirra hefur þó náð að útskýra orsakirnar að fullu leyti.
    Tilgangur þessarar fræðilegu samantektar var að varpa ljósi á helstu áhættuþætti lystarstols meðal barna og unglinga. Helstu áhættuþættir eru léleg sjálfsmynd, neikvæð líkamsímynd, áhrif félaga, íþróttaiðkun, þættir tengdir fjölskyldu og áhrif fjölmiðla. Einnig voru skoðuð tengsl lystarstols við ýmsa geðsjúkdóma og áfengis- og vímuefnanotkun en ekki er alltaf ljóst hvað er orsök og hvað afleiðing.
    Allir áhættuþættirnir eiga það sameiginlegt að hafa áhrif á sjálfs- og líkamsímynd einstaklinga með einum eða öðrum hætti. Rannsóknir hafa leitt í ljós að líkamsóánægja getur bæði verið áhættuþáttur og viðhaldsþáttur lystarstols.
    Niðurstöður þessarar fræðilegu samantektar eru gagnlegar fyrir alla þá sem vinna með börnum og unglingum og þá sérstaklega heilbrigðisstarfsmenn. Einnig gætu þær nýst við forvarnarvinnu gegn lystarstoli og auðveldað þá vinnu að finna þá einstaklinga sem taldir eru vera í mestri áhættu.
    Lykilorð: Lystarstol, áhættuþættir lystarstols, orsakir lystarstols, afleiðingar lystarstols.

  • Útdráttur er á ensku

    Abstract
    Anorexia nervosa is classified as a serious and chronic disease and recovery prospects vary enormously. Anorexia first emerges generally in youngsters from the age of thirteen to twenty and girls constitute an overwhelming majority of those afflicted. Various theories have been presented in an attempt to explain the causes of anorexia, but none of them has served to explain them fully.
    The aim of this scientific study is to shed some light on the primary risk factors of anorexia among children and teenagers. The main risk factors are a poor self-image, a negative physical self-image, peer influence, participation in sports, factors relating to the family and the influence of the media. The connection of anorexia with various mental diseases and the use of alcohol and narcotics was also studied, but in this context it is not always clear which of these constitutes the cause and which one the effect.
    All the risk factors are characterized by the common feature that they affect the self-image and the physical self-image of individuals in one way or another. Research has shown that dissatisfaction with your own body can both constitute a risk and persistence factor of anorexia.
    The conclusions of this scientific study are useful for all those who work with children and adolescents and in particular for health service personnel. They could also be of use in the prevention of anorexia and may facilitate in the detection of those who are most at risk.
    Key words: anorexia nervosa, anorexia risk factors, causes of anorexia, consequences of anorexia

Samþykkt: 
  • 8.6.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9057


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaskil.pdf394.38 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna