is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Tónlistardeild / Department of Music > Lokaritgerðir / Theses (BA, B.Mus.) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9063

Titill: 
  • Stefjagreining á kvikmyndinni Star Wars - A New Hope
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Tónlist myndarinnar Star Wars – A New Hope er eftir bandaríska
    kvikmyndatónskáldið John Williams. Hann á að baki langan og farsælan feril sem tónskáld og er enn í fullu fjöri við að semja tónlist.
    Fyrsta tímabil kvikmyndasögunnar (1895-1930) hefst á þöglu myndunum en í þeim var ekkert tal og engin tónlist. Þó störfuðu oftar en ekki píanóleikarar við kvikmyndahús sem sýndu þöglar myndir og var þeirra hlutverk að flytja kvikmyndatónlistina á meðan sýningum stóð. Tíma þöglu myndanna lýkur svo með komu myndarinnar The Jazz Singer frá árinu 1927 en þar mátti fyrst heyra tal í kvikmynd. Næsta tímabil sögunnar kallast klassíska Hollywood tímabilið (1930-1960) en það einkenndist af verksmiðjuvæðingu og mikilli sérhæfingu meðal kvikmyndagerðamanna. Þessi þróun varð til þ ess að hugmyndafræði
    kvikmyndatónlistar tók á sig þá mynd er við þekkjum í dag. Póstklassíska tímabilið hófst svo árið 1960 og stendur enn í dag. Upphaf þ ess einkennist af því að verksmiðjuvæðingin leið undir lok og menn tóku frekar að sér einstök verkefni heldur
    en að vinna hjá stúdíóunum árið um kring.
    Þetta andrúmsloft lagði grunninn að samvinnu leikstjórans og handritshöfundarins George Lucas og John Williams við myndina Star Wars – A New Hope, en hún fjallar eins og allar góðar sögur um baráttu góðs og ills eða öllu heldur baráttu hins illa
    heimsveldis gegn hinni góðu andspyrnuhreyfingu.
    Aðalþema myndarinnar er eitt frægasta stef kvikmyndasögunnar og þar má heyra mikinn lúðraþyt undir taktföstum trumbuslætti sem gefur hljóðmyndinni jafnt hetjulegan sem og hernaðarlegan blæ. Önnur þemu myndarinnar eru mjög misjöfn og má þ ar meðal annars heyra rómantísk hetjustef, lágstemd eyðimerkurstef, gleðileg
    djassstef og gríðarstór hljómsveitarstef.
    Myndin Star Wars hefur gefið mörgum tónskáldum ómældan innblástur og tónlistin í myndaflokknum hefur öðlast sjálfstætt líf. Tónlistin átti vafalítið hlut í því að þessi mynd sem upphaflega átti einungis að verða góð eftirmiðdagsskemmtun fyrir
    börn varð ein frægasta kvikmynd sem komið hefur út fyrr og síðar.

Samþykkt: 
  • 8.6.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9063


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerd.pdf356.81 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna