is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/914

Titill: 
  • Markmiðssetning í handknattleik : rannsóknarritgerð á markmiðssetningu í efstu deildum karla og kvenna í handknattleik
Námsstig: 
  • Bakkalár
Höfundur: 
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi er rannsókn á markmiðssetningu í efstu deildum karla og kvenna í handknattleik. Spurningalistar voru sendir á alla meistaraflokksþjálfara karla og kvenna, samtals 25 þjálfara. 22 þjálfarar svöruðu listunum sem gefur 88% svarhlutfall. Auk rannsóknarinnar er fræðileg umfjöllun um markmiðssetningu í ritgerðinni.
    Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru þær að 72,7% liða vinnur með markmiðssetningu í einhverri mynd á keppnistímabilinu, það þýðir að 27,3% þjálfara segja að þeirra lið vinni ekki með markmið. Í ljós kemur að reynslumeiri þjálfarar eru líklegri til að vinna með markmiðssetningu en þeir þjálfarar sem minni reynslu hafa af meistaraflokksþjálfun. Í efstu deild kvenna eru reynsluminni þjálfarar að störfum og því eru færri lið hlutfallslega í kvennadeildinni en karladeildinni sem vinna með markmið á keppnistímabilinu. Þegar spurt var um endurskoðun markmiða kom í ljós að innan við helmingur, eða 46,7%, þeirra liða sem vinna með markmið endurskoða markmið sín reglulega á keppnistímabilinu. Í rannsókninni kemur fram að 23,8% þjálfara telja sig kunna hvorki vel né illa að vinna með markmið og 66,7% þjálfara telja líklegt að þeir nýti sér utanaðkomandi aðstoð við markmiðssetningu sé hún í boði.
    Tillögur til úrbóta er aukin fræðsla til þjálfara um mikilvægi og notkun markmiða við þjálfun íþróttamann og íþróttaliða. Sú fræðsla þyrfti að koma frá HSÍ eða frá íþróttafélögunum sjálfum. Fræðslunefnd HSÍ getur gefið út bæklinga um markmiðssetningu og haldið fræðslufundi um málefnið sem þjálfurum býðst að mæta á.

Samþykkt: 
  • 12.9.2007
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/914


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Heildarskjal.pdf274.25 kBOpinnHeildarskjalPDFSkoða/Opna