is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/916

Titill: 
  • Munur á mataræði framhaldsskólanema : samanburður á tveimur framhaldsskólum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ýmis heilsufarsleg vandamál fylgja slæmu mataræði og hafa margar rannsóknir verið gerðar sem styðja þá fullyrðingu. Könnun var gerð í tveimur skólum þar sem mismunur var á mataraðstöðu nemenda og matarframboði. Kannað var hvort framboð á matvöru hefði áhrif á mataræði nemenda. Flestir sem svöruðu könnuninni voru á aldrinum 16-19 ára (n=130).
    Niðurstöður leiddu í ljós að nemendur í þeim skóla þar sem mötuneyti er til staðar og boðið er upp á heitan mat í hádegi borða frekar hádegismat og drekka síður gos. Einnig fannst nemendum þess skóla skipta meira máli að í boði væri heitur matur og þeir voru í flestum tilfellum ánægðari með þá matvöru sem í boði var.
    Þrátt fyrir að mötuneyti sé til staðar vantar enn nokkuð upp á að fæði nemenda sé samkvæmt ráðleggingum Lýðheilsustöðvar þá, sérstaklega þegar kemur að neyslu ávaxta, grænmetis og fisks.
    Gosneysla er mikil í báðum skólunum og þá sérstaklega meðal drengja, sem styður fyrri kannanir. Mikill munur er milli skólanna varðandi hreyfingu og reykingar. Þeir nemendur sem hreyfa sig meira og reykja minna, drekka meira vatn og minna gos. Allt of fáir nemendur borða morgunmat sem talin er mikilvægasta máltíð dagsins. Þó má sjá fylgni milli þeirra sem borðuðu morgunmat og hádegismat sem gefur vísbendingu um að þeir sem borða morgunmat borði reglulegar.

Samþykkt: 
  • 12.9.2007
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/916


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Munur.pdf420.18 kBOpinnHeildartexti PDFSkoða/Opna