is Íslenska en English

Lokaverkefni

Háskóli Íslands > Þverfræðilegt nám > Lýðheilsuvísindi >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9185

Titill: 
  • Heilsa og líðan nýraþega
  • Titill er á ensku Health and well-being of kidney transplant recipients
Útdráttur: 
  • Tilgangur: Að kanna líðan, heilsu og lífsgæði nýraígræðsluþega. Kannað var sérstaklega stuðningur og upplýsingagjöf til nýraþega og hvort munur væri á líðan nýraþega sem fengu nýra frá lifandi eða látnum gjafa.
    Þátttakendur/aðferð: Spurningalisti var sendur til allra nýraþega sem fengið höfðu ígrætt nýra frá lifandi eða látnum gjafa á Íslandi, voru eldri en 18 ára og gátu tjáð sig á íslenskri tungu (N=96). Annars vegar innihélt spurningalistinn spurningar um bakgrunn, sjúkdómsferlið og upplifun nýraþega og hins vegar lífsgæðaspurningalistann SF-36v²™ þar sem meðaltal var reiknað út frá bandarísku þýði.
    Niðurstöður: Alls svöruðu 73 einstaklingar spurningalista (76%). Þátttakendur voru á aldrinum 23 til 78 ára, 70% höfðu þegið nýra frá lifandi gjafa. Tæplega 86% nýraþega sem fengu nýra frá lifandi gjafa hafði verið boðið nýra til ígræðslu að fyrra bragði. Nýraþegar sem fengu nýra frá látnum gjafa höfðu verið lengur í skilun fyrir ígræðslu (p<0,001). Andleg heilsa nýraþega (samkvæmt SF-36v²) var sambærileg meðaltali þýðis (47,28), en líkamleg líðan mældist hinsvegar undir meðaltali samanburðarþýðis (43,56). Ekki var marktækur munur á líðan, heilsu eða lífsgæðum nýraþega eftir því hvort þeir fengu nýra frá látnum eða lifandi gjafa. Nýraþegar sem fengu nýra frá lifandi gjafa fengu meiri stuðning frá heilbrigðisstarfsfólki. Rúmlega 29% nýraþega sem fengu nýra frá lifandi gjafa og rúmlega 36% nýraþega sem fengu nýra frá látnum gjafa vantaði fræðsluefni fyrir ígræðslu.
    Ályktanir: Andleg heilsa nýraþega er sambærileg við samanburðarþýði, hins vegar er líkamleg heilsa verri eða undir meðaltali. Álykta má, að verri líkamleg líðan skýrist m.a. af því að skilunarmeðferð, sem flestir nýraþegar þurfa fyrir aðgerð er erfið og getur skert athafnafrelsi og ónæmisbælandi lyfjameðferð eftir aðgerð, getur haft áhrif á heilsu og líðan nýraþeganna. Nýraþegar fengu stuðning og fræðslu frá heilbrigðisstarfsfólki, en töldu sig hafa þurft meiri fræðslu og stuðning. Sérstaklega þarf að huga að nýraþegum sem fá ígrætt nýra frá látnum gjafa.
    Lykilorð: Nýraþegar, nýraígræðsla, lífsgæði, heilsa, nýragjafar.

  • Útdráttur er á ensku

    Abstract
    Objective: To evaluate well-being, health and quality of life of kidney transplant recipients. Furthermore, we evaluated the need for support and information for the kidney transplant recipients. Participants / methods: A questionnaire was sent to all kidney transplant recipients who had received a kidney transplant from living or deceased donors in Iceland, who were older than 18 years and were able to communicate in Icelandic (N = 96). One part of the questionnaire was designed by the authors and included questions about social background, support and information received and transplantation related questions. The other part was the quality of life questionnaire SF-36v ² ™. Results: A total of 73 individuals responded to the questionnaire (76%). Participants were 23 to 78 years old and 70% had received a kidney from a living donor. Eighty-six percent of kidney transplant recipients who received kidneys from living donors were offered kidney for transplantation without having to ask for it. Recipients who received kidney from a cadaveric donor had experienced a longer period on dialysis before transplantation than those receiving kidney from a living donor (p <0.001). Mental health of the kidney transplant recipients (as measured by the mental health subscale in SF-36v²) was comparable to the average population (U.S. population control) (47.28), physical health was, however, below the average (43.56). No difference in well-being, health and quality of life was observed when comparing kidney transplant recipients who had received kidneys from cadaveric or living donor. Kidney transplant recipients who had received kidney from a living donor got more support from health care professionals before the transplantation. Twenty-nine percent of kidney transplant recipients who received kidneys from a living donor and 36% of kidney transplant recipients who received kidneys from a cadaveric donor stated that they lacked information or education before the transplantation. Conclusions: Mental health of kidney transplant recipients seems to be similar to the general population; however, physical health is estimated as worse. This may be explained by the fact that before the transplantation the recipients require complicated dialysis treatment and after having kidney transplant, patients often have to deal with complications related to immunosuppressive drugs and to their disease. Transplant recipients got support and information from health care professionals, but stated that they needed more support and education before the transplantation. Therefore, more emphasis should be placed on pre-transplant support and information for the potential kidney transplant recipient, especially for the group receiving kidney from a cadaveric donor.
    Key words: kidney recipients, kidney transplantation, quality of life, health, kidney donors

Athugasemdir: 
  • Ritgerðin er lokuð fram í júlí 2012 vegna birtingar greinar
Samþykkt: 
  • 11.6.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9185


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Heilsa og líðan nýraþega.pdf699.01 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna