is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > BSc Verkfræðideild (áður Tækni- og verkfræðideild) og íþrótta-, iðn- og tæknifræði -2019 / Department of Engineering (was Dep. of Science and Engineering) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9231

Titill: 
  • Kennsluhefti í súlufimi
  • Titill er á ensku Handbook for polefitness
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Súlufimi er nútíma íþróttagrein sem nýlega hefur þróast sem íþrótt. Súlufimi er stunduð út um allan heim og hafa vinsældir hennar aukist síðustu ár og margir lagt stund á hana. Iðkendur greinarinnar hafa lagt þeirra af mörkum við að þróa greinina og upplýsa almenning um að hún sé stunduð sem listræn íþrótt og er það fyrst nú sem greinin er að taka á sig slíka mynd. Til að stunda súlufimi þarf talsverðan líkamsstyrk til að geta haldið sér og framkvæmt stöður í loftinu, án þess að eiga á hættu að meiðast. Öðlast þarf vissa tækni, styrk og liðleika til að geta framkvæmt stöður og beita líkamanum rétt svo að stöðurnar verði fallegar og sýnist áreynslulausar. Kennsluheftið í súlufimi mun því vera sett saman með það fyrir augum að veita aðstoð og hvatningu fyrir þá sem eru að byrja að kenna súlufimi eða hafa verið að kenna súlufimi hérlendis og vilja auka við sig þekkingu í þjálffræði og grunnstöðum til að verða færari þjálfarar. Farið verður yfir þróun súlufimis, hvaða aðrar íþróttir er hægt að stunda til að ná árangri í greininni og síðast en ekki síst skoða hreyfingar í súlufimi út frá lífaflfræði. Síðustu ár hefur verið í umræðunni að súlufimi ætti að verða keppnisgrein á Ólympíuleikunum, en hvort súlufimi eigi heima þar eða ekki er erfitt að svara þar sem greinin er enn svo ung og stefna hennar óljós.
    Lykilorð; Uppruni súlufimi, hvað er súlufimi, þjálfun í súlufimi, lífaflfæðileg nálgun, kennsluhandbók.

Samþykkt: 
  • 16.6.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9231


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
lokaverkefni tilbúið allt pdf.pdf5.05 MBLokaðurHeildartextiPDF