is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9247

Titill: 
  • Dýraathvarf á Íslandi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Dýraathvarf er nýtt hugtak á Íslandi og hefur lítið sem ekkert verið í umræðu fólks. Aukin gæludýraeign á landinu skapar ákveðin vandamál því erfiðara verður að finna hentug heimili fyrir öll dýrin. Þessi aukning hefur ákveðin vandamál í för með sér þar sem fjöldinn allur af gæludýrum er aflífaður í hverjum mánuði, dýr sem ættu að fá annað tækifæri á betra lífi. Þessi ritgerð fjallar um þetta málefni og möguleikann á því að stofna dýraathvarf á Íslandi. Kostnaðurinn við stofnun og rekstur slíks athvarfs er sérstaklega skoðaður og er honum skipt niður í stofnkostnað, fastan kostnað og breytilegan kostnað. Þá er mögulegum tekjuleiðum athvarfsins einnig gert skil.
    Þar sem alhliða dýraathvarf hefur ekki verið starfrækt á Íslandi var leitað til annarra þjóða og rekstur athvarfa skoðaður þar. Þau athvörf eru síðan notuð sem dæmi um hvernig rekstur á athvarfi fer fram. Tekin voru viðtöl við starfsmenn Kattholts, sem er athvarf fyrir heimilislausa ketti, og rekstur og starfsemi félagsins skoðaður með það að markmiði að veita betri innsýn í þann kostnað sem hlýst að slíkri starfsemi. Fengin voru gögn um aflífanir frá dýralæknastofum á Íslandi yfir tímabilið janúar-nóvember 2010. Einnig var framkvæmd könnun á þeim fjölda aflífanna sem áttu sér stað í júní 2010 til að sjá betur skiptingu milli dýrategunda og ástæður fyrir aflífun. Haft var samband við flestar dýralæknastofur á landinu en einungis tvær stofur tóku þátt í könnuninni sem fólst í því að skrifa niður í hvert skipti sem dýr kom í aflífun og helstu ástæður fyrir aflífuninni.
    100 dýr voru samtals aflífuð í júnímánuði á þessum tveimur stofum og er sú tala óhugnanlega stór miðað við að það eru starfræktar í kringum 15 dýralæknastofur á landinu. Þessar niðurstöður ásamt fleirum eru meginþema þessarar ritgerðar og þó að könnunin hafi einungis náð yfir einn mánuð sýnir hún greinilega hversu stórt vandamál fjölgun gæludýra á Íslandi er orðin og mikilvægi nánari rannsókna á þessu málefni. Einnig er þetta fyrsta skrefið í að koma af stað umræðu um dýraathvarf og mikilvægi þess á Íslandi.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er lokað
Samþykkt: 
  • 20.6.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9247


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Dýraathvarf á Íslandi.pdf723.07 kBLokaðurPDF