EnglishisÍslenska

Member institutions

Search in


ThesisAgricultural University of Iceland>Umhverfisdeild>B.S. verkefni>

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/9275

Title
is

Alaskaöspin í borgarlandslagi Íslands: eru vandamál asparinnar sem götutré bundin við tegundina?

Submitted
May 2011
Abstract
is

Alaskaöspin hefur fengið á sig mikla gagnrýni hérlendis undanfarið vegna vandamála sem talin eru stafa af henni í borgarlandslaginu, en þó hafa verið skiptar skoðanir á málinu. Markmið verkefnisins var að finna út hvort þetta meinta vandamál sé bundið við tegundina eða við götutré almennt. Farið var yfir tilgang götutrjáa og þarfir þeirra, helstu tegundir götutrjáa og hvað það er sem ræður vali þeirra. Einnig var kannað hvert meint vandamál asparinnar sé og hvort það tengist einnig notkun annara götutrjáa. Að auki var skoðað hvernig haldið er utan um götutré í gagnagrunnum Reykjavíkur. Unnið var út frá fyrirliggjandi rannsóknum sem gerðar hafa verið hér á landi sem og erlendis. Jafnframt var haft samband við landslagsarkítekta og garðyrkjufræðinga á vegum sveitarfélagana til þess að sjá hvernig haldið er utan um gagnasöfn er varða götutré með tilliti til þessara vandamála. Rannsóknir voru settar í samhengi við íslenskar aðstæður og þá umræðu sem hefur verið í gangi hvað varðar vandamál asparinnar. Í ljós kom að hið meinta vandamál sem öspin er talin valda virðist vera tilkomin vegna þeirra skilyrða sem henni er boðið upp á í borgarumhverfinu. Vandamál asparinnar eru ekki stærri en þau vandamál sem skapast hafa erlendis vegna annara tegunda götutrjáa. Þá hefur öspin ekki valdið jafn miklum vandræðum vegna yfirborðsvaxtar síns sem götutré hingað til ef miðað er við vandamál sem skapast hafa víðs vegar annars staðar. Helsta ástæðan fyrir þessari neikvæðu umræðu gagnvart öspinni virðist tengjast einna helst kröftugum vexti hennar. Þó var þetta talið vera hennar helsti kostur þegar byrjað var að rækta hana hérlendis.

Accepted
20/06/2011


Artifacts
Name[Sortable]Size[Sortable]Visibility[Sortable]Description[Sortable]Format
Lokaskjal_bs_Hulda... .pdf1.17MBOpen  PDF View/Open