is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/927

Titill: 
  • Íslenskir stjórnendur í alþjóðlegu ljósi : einkenni og árangur stjórnenda í íslenskum banka
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Megintilgangur rannsóknarinnar var að skoða stjórnendarannsókn
    sænska ráðgjafarfyrirtækisins FaraxGroup og framkvæma örransókn í
    anda hennar á Íslandi. Þannig mætti rannsaka hvaða stjórnunaraðferð
    íslenskir stjórnendur beita, sjálfsmat þeirra og árangur. Þannig fengjust
    áhugaverðar niðurstöður um íslenska stjórnendur sem hægt væri að
    bera saman við niðurstöður stórrar norrænnar rannsóknar. Einnig setti
    skýrsluhöfundur sér það sem markmið að reyna að varpa ljósi á
    íslenska stjórnendur út frá rannsóknum sem gerðar hafa verið á þeim
    og bera íslenska stjórnendur saman við rannsóknir á alþjóðlegum
    stjórnendum og stjórnunarkenningum.
    Rannsóknin sem skýrsla þessi fjallar um var gerð í samstarfi við Glitni
    áÍslandi. Átján æðstu stjórnendur Glitnis voru beðnir um að taka þátt
    og svara spurningalista á netinu. Erfitt reyndist að fá svör frá þessum
    stjórnendum og voru það að lokum fjórir stjórnendur, einn yfirmaður
    stjórnenda og sjö undirmenn sem svöruðu rannsókninni eða samtals
    tólf manns. Helstu niðurstöður sýndu að allir stjórnendur Glitnis telja
    sig vera garðyrkjumenn samkvæmt CPE greiningarlíkani FaraxGroup.
    Þetta er í samræmi við niðurstöður Arvonen og Frantsi (2005) að flestir
    stjórnendur vilji vera garðyrkjumenn. Aðeins 29% undirmanna settu þó
    stjórnanda sinn í flokk garðyrkjumanna.
    Sjálfsmynd stjórnenda Glitnis virðist vera í samræmi við mat
    undirmanna í þáttum sem varða félagsvídd og breytingavídd.
    Athyglisverður munur reyndist hins vegar vera milli mats stjórnenda og
    undirmanna í þáttum er varða skipulagsvíddina. Þar virðast stjórnendur
    vanmeta sig aðeins, sem er í samræmi við þá niðurstöðu að þeir vilja
    teljast til garðyrkjumanna.
    Allir stjórnendur Glitnis virðast ná frekar eða mjög góðum árangri.
    Bestum árangri ná heildrænu stjórnendurnir og næstbestum árangri ná
    garðyrkjumennirnir. Þessar niðurstöður eru í samræmi við niðurstöður
    Arvonen og Frantsi (2005). Að lokum sýndu niðurstöður að neikvæður mismunur virðist vera milli þess hversu mikilvæga bæði stjórnendur og undirmenn telja hegðun í
    öllum þáttum sem líkanið mælir, það er skipulagsvídd, breytingavídd
    og félagsvídd og raunatferlis stjórnenda. Það gefur til kynna að úrbóta
    er þörf og gæti því stjórnendaþróun komið Glitni að gagni.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er lokað
Samþykkt: 
  • 1.1.2006
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/927


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
islstjornendur.pdf637.9 kBLokaðurÍslenskir stjórnendur í alþjóðlegu ljósi : einkenni og árangur stjórnenda í íslenskum banka - heildPDF
islstjornendur_e.pdf149.66 kBOpinnÍslenskir stjórnendur í alþjóðlegu ljósi : einkenni og árangur stjórnenda í íslenskum banka - efnisyfirlitPDFSkoða/Opna
islstjornendur_h.pdf152.04 kBOpinnÍslenskir stjórnendur í alþjóðlegu ljósi : einkenni og árangur stjórnenda í íslenskum banka - heimildaskráPDFSkoða/Opna
islstjornendur_u.pdf92.78 kBOpinnÍslenskir stjórnendur í alþjóðlegu ljósi : einkenni og árangur stjórnenda í íslenskum banka - útdrátturPDFSkoða/Opna