is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9301

Titill: 
  • Sálfræðilegir þættir og árangur í keppnisíþróttum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Höfundur: 
Útdráttur: 
  • Til að kanna sálfræðilega þætti sem tengjast undirbúningi og hugsanlega hafa áhrif á árangur úrvalsliðs í íþróttum var gerð megindleg afturskyggn rannsókn. Leitað var til leikmanna íslenska karlalandsliðsins í handknattleik og þeim sendur spurningalisti. Af sextán leikmönnum sem fengu listann svöruðu tólf.
    Spurt var hve mikinn sálfræðilegan undirbúning leikmenn hefðu fengið á ferlinum og landsliðið fyrir mikilvæg mót, um streitueinkenni og áhrif þeirra og hvort umfjöllun fjölmiðla hefði áhrif á streitu meðal leikmanna. Einnig var spurt hvort leikmenn fyndu fyrir væntingum frá almenningi fyrir mikilvæg mót eða leiki og hvaða áhrif þær hefðu. Svör þeirra benda til að landsliðið hafi almennt fengið lítinn formlegan sálfræðilegan undirbúning fyrir keppni. Leikmenn töldu slíkan undirbúning ekki mikilvægan en voru þó fremur jákvæðir og flestir töldu að slíkur undirbúningur ætti að hefjast í unglingaflokkum. Þeir töldu sig almennt lítið finna fyrir streitueinkennum fyrir leiki eða mót og þessi einkenni hefðu ekki mikil áhrif á leik þeirra. Þeir finna eftir ýmsum leiðum fyrir væntingum sem almenningur gerir til liðsins og telja þessar væntingar hafa fremur góð áhrif á árangur liðsins og sína eigin frammistöðu.
    Niðurstöðurnar eru ræddar og bornar saman aðrar við rannsóknir sem fjalla um sálfræðilegan undirbúning fyrir keppni í íþróttum.

  • Útdráttur er á ensku

    In order to evaluate psychological factors that may be important in the preparation of a professional sports team and affect its performance, a quantitative retrospective study was performed. A questionnaire was sent to members of the Icelandic team handball national team. Sixteen players received a list of standardized questions of whom twelve responded.
    The questions were on the players´ and the team´s experience regarding formal psychological preparation, on stress and physical symptoms of stress and their impact and wheather media coverage affected the players in this regard. They were also asked how much they sensed expectations from the public and how such expectations affected their and the team´s performance. The answers indicate limited formal psychological preparation for the team in the past. The players did not regard such preparation as being important but were generally positive towards it and most felt that formal psychological training in team handball should start during adolescence. They mostly denied experiencing physical signs of stress before important matches or tournaments and that such symptoms did not affect their performance. The players sense expectations from the public through various channels and their opinion is that these expectations tend to improve the team´s and their own performance.
    These responses and their implications are discussed and compared to published research on psychological factors and preparation for competition in sports.

Athugasemdir: 
  • Til að kanna sálfræðilega þætti sem tengjast undirbúningi og hugsanlega hafa áhrif á árangur úrvalsliðs í íþróttum var gerð megindleg afturskyggn rannsókn. Leitað var til leikmanna íslenska karlalandsliðsins í handknattleik og þeim sendur spurningalisti. Af sextán leikmönnum sem fengu listann svöruðu tólf.
Samþykkt: 
  • 21.6.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9301


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerd - Jon Thor.pdf542.8 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna