is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9312

Titill: 
  • Íþróttaþátttaka og brottfall barna úr hóp- og einstaklingsíþróttum innan tveggja íþróttafélaga á höfuðborgarsvæðinu – 8 ára langtímarannsókn
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Tilgangur rannsóknarinnar var að skoða íþróttaþátttöku og brottfall barna og unglinga fædd 1990 – 1994, yfir 9 ára tímabil, frá 7 – 15 ára aldri innan tveggja íþróttafélaga á höfuðborgarsvæðinu. Tilgangurinn var að skoða íþróttaþátttöku og brottfall úr einstaklingsíþrótt annarsvegar og hópíþrótt hinsvegar, einnig að kanna mismunandi íþróttaþátttöku og brottfall milli stúlkna og drengja.
    Aðferð: Fengnar voru iðkendatölur frá ÍSÍ fyrir börn sem fædd voru 1990 – 1994 og höfðu einhvern tímann iðkað skipulagðar íþróttir á fyrrnefndu aldursbili hjá tveimur íþróttafélögum á höfuðborgarsvæðinu; Ungmennafélaginu Aftureldingu í Mosfellsbæ og Ungmennafélaginu Fjölni í Grafarvogi. Úrtakið var 2398 einstaklingar, þar af 1033 stúlkur og 1365 drengir, af því voru 824 einstaklingar úr Aftureldingu og 1574 einstaklingar úr Fjölni. Við úrvinnslu gagna var notast við lýsandi tölfræði.
    Niðurstöður sýndu að íþróttaþátttaka náði hámarki við 11 ára aldur en íþróttaþátttaka var mest í kringum 10 - 12 ára aldur. Brottfall náði hámarki við 14 og 15 ára aldur en þá voru í kringum 24% iðkenda hættir að stunda skipulagðar íþróttir. Börn fædd 1990 og 1991 voru að hefja íþróttaiðkun örlítið seinna en börn fædd 1993 og 1994. Brottfall drengja hófst fyrr en brottfall stúlkna eða við 11 ára aldur hjá drengjum en við 12 ára aldur hjá stúlkum. Aftur á móti var brottfall stúlkna meira við 14 og 15 ára aldur eða um 30% á meðan brottfall drengja var um 20%. Einnig kom í ljós að brottfall var minna úr einstaklingsíþróttunum samanborið við hópíþróttirnar.
    Ályktun: Finna þarf leiðir til að sporna við því mikla brottfalli sem á sér stað við 14 og 15 ára aldur og þarf íþróttahreyfingin að taka höndum saman með íþróttafélögunum og finna leiðir til að snúa þessari þróun við.

Samþykkt: 
  • 21.6.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9312


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð - Steinunn Hulda.pdf1.53 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Lokaverkefni - forsíða, Steinunn Hulda.pdf73.81 kBOpinnForsíðaPDFSkoða/Opna