EnglishisÍslenska

Member institutions

Search in


ThesisReykjavík University>Lagadeild>ML verkefni>

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/9324

Title
is

Innborgun hlutafjár og greiðsla arðs í hlutafélögum með tilliti til verndar kröfuhafa

Submitted
May 2011
Abstract
is

Umfjöllunarefni þessar ritgerðar er reglur um innborganir hlutafjár og útgreiðslu arðs í hlutafélögum með sérstakri áherslu á vernd kröfuhafa. Markmið reglnanna er að tryggja að hlutafé skili sér á öruggann hátt inn í félög og jafnframt að búa svo um hnútana að því verði ekki aftur komið í hendur hlutahafa nema að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.
Líflegar umræður hafa átt sér stað í fræðasamfélaginu um ágæti þessara reglna og hefur því verið haldið fram að þær séu ýmist of víðtækar, ekki nægilega skilvirkar, kostnaðarsamar og úreldar. Af þessu hefur myndast fremur víðtæk skoðun að endurskoða þurfi reglurnar og er sú vinna að einhverju leiti hafin.
Ritgerðinni má skipta í þrjá þætti, þ.e. lágmarkshlutafé, hækkun hlutafjár og arðgreiðslur hlutafélaga til hlutahafa. Tilgangur ritgerðarinnar er í fyrsta lagi að gera grein fyrir gildandi lagareglum, í öðru lagi að meta vernd kröfuhafa með hliðsjón af reglunum og í þriðja lagi að gera grein fyrir mögulegum lausnum í þeim tilvikum þar sem tilgangur reglnanna um vernd kröfuhafa nær ekki fram að ganga.
Helstu niðurstöður eru að reglurnar um lágmarkshlutafé ná ekki tilgangi sínum um að tryggja ákveðna lágmarks eign félaga til verndar kröfuhöfum heldur virka þær frekar sem vörn gegn misnotkun á hlutafélagaforminu. Vernd kröfuhafa vegna takmarkana á arðgreiðslum er ábótavant að því leyti að þær taka ekki tillit til gjaldfærni félaga eftir úthlutun arðs. Reglur um hækkun hlutafjár vernda kröfuhafa sér í lagi ef opinber skráning á hækkun hlutafjárins hefur farið fram.

Comments
is

Lögfræði

Accepted
21/06/2011


Artifacts
Name[Sortable]Size[Sortable]Visibility[Sortable]Description[Sortable]Format
Gudmar_ritgerð_lok... .pdf746KBLocked  PDF