is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9419

Titill: 
  • Tölum saman : þjálfun í samskiptafærni einhverfra barna
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð er lokaverkefni til B.Ed. gráðu í leikskólakennarafræðum við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Í þessari ritgerð verður farið yfir það hvað einhverfa og einhverfuróf er og í framhaldi leiðum atferlisþjálfunar lýst. Tilgangurinn með ritgerð sem þessari er að varpa ljósi á nauðsyn þess að einhverf börn fái þjálfun til að geta átt í félagslegum samskiptum við aðra. Ritgerðin er skrifuð á mjög persónulegan hátt og kemur það til af reynslu höfundar af því að vera foreldri einhverfs barns. Viðtöl voru tekin við foreldra einhverfra barna sem hafa verið í atferlisþjálfun í leikskóla. Markmiðið er að varpa ljósi á það að öll þjálfun sem einhverf börn fá er einnig þjálfun í félagslegum samskiptum þeirra við aðra og hve mikla trú foreldrar og aðrir aðstandendur einhverfra barna hafa á skipulögðum þjálfunaraðferðum sem þessari. Niðurstöður sýndu að foreldar telja þjálfun eins og þá sem talað er um í ritgerðinni ekki bara skilvirka heldur einnig nauðsynlega.

Samþykkt: 
  • 22.6.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9419


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
lokaritgerð_katrinar.pdf610.52 kBLokaðurHeildartextiPDF