is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9423

Titill: 
  • Eru knattspyrnuleikmenn launþegar?
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Oft á tíðum eru mörk þess hvort líta beri á aðila sem launþega eða einyrkja mjög óljós. Þannig geta tveir aðilar unnið svipuð störf fyrir sama vinnuveitanda, en eru starfandi á grundvell mismunandi ráðningarfyrirkomulaga. Annar aðilinn getur verið launþegi samkvæmt ráðningarsamningi á meðan hinn er einyrki í verksambandi. Réttarstaða þessara aðila er gerólík og getur skipt miklu þegar kemur að lögvörðum réttindum. Reglulega kemur það til kasta dómstóla að skera úr um hvort um sé að ræða launþegasamband eða verktakasamband.
    Hjá mörgum knattspyrnuleikmönnum er knattspyrnuiðkun ekki einungis áhugamál þeirra, heldur er hún einnig hluti af tekjuöflun. Samkvæmt reglugerð Knattspyrnusambands Íslands er leikmönnum heimilt að þiggja laun og önnur hlunnindi, umfram útlagðan kostnað, frá félagi sínu gegn því að leika fyrir það. Vinnuréttarleg staða knattspyrnumanna á Íslandi er mjög óljós. Leikmannssamningur Knattspyrnusambands Íslands, sem gerður er á milli leikmanns og félags inniheldur öll þau kjör sem leikmaður þiggur frá félagi sínu. Meginviðfangsefni ritgerðarinnar er að athuga hvort áðurnefndur leikmannssamingur Knattspyrnusambands Íslands, gefi tilefni til þess að hægt sé að slá því föstu að leikmaður sé launþegi og eigi því réttindi og beri þær skyldur sem því fylgir.
    Niðurstaða ritgerðarinnar er í megindráttum sú að knattspyrnuleikmenn séu launþegar með tilliti til ákvæða staðalsamnings KSÍ og framkvæmdar starfa þeirra.

  • Útdráttur er á ensku

    In many cases the boundaries whether a worker should be considered an employee or a contractor can be vague. Thus two workers can perform similar jobs for the same employer, but have a different employment arrangement. One can have a contract of employment whilst the other is a contractor. The legal status is very different between these situations and can be very important when it comes to legitimate interests. On a regular basis it is up to the court of law to establish whether a worker is a employee or a contractor.
    Many football players do not only play football as their hobby but also as a part of their income. According to the regulation by the Football Association of Iceland (FAI), a player is allowed to accept payment and other perquisites, in addition to cost of recovery, from his club in exchange of his participation. In perspective of labour law, the status of a player is controversial. The FAI standard player´s contract which a player and a club are obligated to sign for the eligibility of the player, contains all terms of employment. Nevertheless the provisions of the contract do not conclude whether a player is presumed to be a employee or a contractor.
    The main subject matter of this thesis is to determine whether the provisions of the above-mentioned standard contract suggest that a player should be identified as an employee, and receive privilege and carry obligation as such.
    The conclusion is that football players are to be considered as employees.

Samþykkt: 
  • 23.6.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9423


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Eru_knattspyrnuleikmenn_launthegar.pdf835.71 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna