is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Umhverfisdeild (2005-2016) > B.S. verkefni - Umhverfisdeild >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9430

Titill: 
  • Miðbær Hólmavíkur: greining og hugmynd að hönnunarútfærslu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Megin markmið þessarar ritgerðar er að leita svara við eftirfarandi rannsóknarspurningu:
    Er hægt að glæða miðbæ Hólmavíkur lífi með því að skapa betri aðstæður fyrir mannlíf á svæðinu með hönnun ?
    Önnur markmið verkefnisins eru :
    Svæðið geti boðið uppá mikla möguleika til þess að auka við bæði afþreyingu og þjónustu við íbúa svæðisins sem og laðað að verslun og ferðamenn og þar með skapað atvinnu fyrir íbúa Hólmavíkur.
    Miðbærinn á að geta nýst sem samkomustaður þar sem bæjarbúar geta komið saman við ýmis tækifæri og að hann þjóni þörfum íbúanna með það í huga. Gera hönnunartillögu á miðbæ Hólmavíkur sem felur í sér betri og skemmtilegri nýtingu á honum. Greiningarnar verði nýttar í hönnunarforsendurnar til að ná settum markmiðum.
    Veðurfar var athugað og það er gert með því að skoða ríkjandi vindáttir og úrkomuáttir athugunarsvæðis. Nýting sögulegra heimilda til þess að draga upp mynd af forsögu svæðisins og þeirri þróun sem þar hefur átt sér stað m.a. byggðarþróun.
    Greiningar voru gerðar til þess að skilgreina hvað er ekki að virka á svæðinu og notast við hönnun til þess að styrkja þá þætti sem að á því þurftu að halda. Sólarátt og skuggavörpun er skoðuð með tillit til þess hvernig sólargangurinn er á athugunarsvæðinu með það að leiðarljósi, hvar bestu svæðin eru. Athugað var hvernig byggingar á svæðinu mynda rými sín á milli og hvar hentugustu svæðin til uppbyggingar væri að finna. Notast var við kenningar og greiningaraðferðir úr náminu til þess að greina svæðið t.d. greiningaraðferð Kevin Lynch en einnig var hún útskýrð. Niðurstöður úr greiningum voru notaðar sem hönnunarforsendur ásamt kröfunni um aðgengi allra og anda staðar og tók hönnun mið af því. Að lokum voru niðurstöður hönnunar settar fram ásamt umræðum og lokaorðum.

Samþykkt: 
  • 23.6.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9430


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS-Ritgerð-Andri Þór.pdf9.8 MBTakmarkaðurPDF