is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Umhverfisdeild (2005-2016) > B.S. verkefni - Umhverfisdeild >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9431

Titill: 
  • Skipulag- og hönnun umhverfis Skrímslasetursins á Bíldudal
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmiðið með þessari ritgerð er að leita svara við eftirfarandi spurningu: Hvernig getur hönnun lóðar og skipulagning nánasta umhverfis Skrímslasetursins á Bíldudal orðið, sem hefur beina skírskotun til þema þess, sæskrímslanna og nýtist til útiveru og
    fræðslu? Hvernig er ennfremur hægt að skapa miðbæjar- og torgstemningu á þessu svæði? Til að leita svara við þessum spurningum var rýnt í þær heimildir sem Skrímslasetrið á Bíldudal byggir starfsemi sína á, sögur af sæskrímslum og fólkinu sem kynntist þeim af eigin raun. Auk þess var hugmyndum safnað saman sem fæðst hafa meðal þeirra sem unnið hafa við uppbyggingu Skrímslasetursins og greiningar gerðar á svæðinu umhverfis það. Leitast er við að svara spurningunni með skipulags- og hönnunartillögu sem byggð er á greiningum, hugmyndum úr umhverfissálfræði og tekur mið af hugtakinu „aðgengi fyrir alla“. Í skipulags- og hönnunartillögunni er lagt til að áherslan verði aðallega á fólk, en ekki bíla með því að loka að mestu leyti fyrir umferð akandi vegfarenda. Þá eru gerðar tillögur að endurbyggingu og tilfærslu á húsum til að mynda heildrænni götumynd við athugunarsvæðið. Þar með er lagður grunnur að þeirri torg- og miðbæjarstemningu sem leitast var eftir. Torgið er gert eftirsóknarvert dvalarsvæði fyrir íbúa Bíldudals og ferðafólk. Að lokum er gerð tillaga að hönnun leiksvæðis á milli Tjarnarbrautar og Skrímslasetursins sem miðar að því að vekja athygli vegfarenda á því sem fer fram í setrinu og hvetja þá til að staldra við.

Samþykkt: 
  • 23.6.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9431


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS-AsaDora.pdf3.32 MBOpinnPDFSkoða/Opna