EnglishisÍslenska

Member institutions

Search in


ThesisAgricultural University of Iceland>Auðlindadeild>B.S. verkefni>

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/9435

Title
is

Þungi íslenskra mjólkurkúa

Submitted
May 2011
Abstract
is

Þyngd kúa á íslandi hefur ekki mikið verið rannsökuð. Þær þungatölur sem voru til um íslensku mjólkurkýrnar eru gamlar, allar nýrri tölur höfðu fáar mælingar á bak við sig. Því var mikilvægt að fá þungatölur um stærri hóp kúa. Markmið verkefnisins var að safna upplýsingum um þunga íslenskra mjólkurkúa og hvernig þynging hjá þeim þróast milli mjaltaskeiða. Ekki voru til tölur um þungabreytingar milli mjaltaskeiða. Þær rannsóknir sem gerðar hafa verið erlendis á erlendum kynjum tengjast oftast fóðurtilraunum. Þungatölur fyrir erlend mjólkurkyn eru ekki sambærilegar tölum fyrir íslenskar mjólkurkýr því kúakynin eru það misjöfn að stærð, þyngd og hvað þau geta skilað miklum afurðum. Helstu niðurstöður verkefnisins er að meðalþungi kúa er 429 kg. Fundin var meðalþungi eftir mjaltaskeiðum, meðalþungi við burð og meðal þyngdaraukning á dag eftir burð. Kvígur þyngjast langmest á fyrsta mjaltaskeiði að öðru mjaltaskeiði. Íslenskar mjólkurkýr hafa þyngst töluvert frá fyrstu mælingum og virðast enn vera að stækka.

Accepted
23/06/2011


Artifacts
Name[Sortable]Size[Sortable]Visibility[Sortable]Description[Sortable]Format
bs_ritgerd_Thorbjo... .pdf420KBOpen  PDF View/Open