EnglishisÍslenska

Member institutions

Search in


ThesisUniversity of Iceland>Menntavísindasvið >B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/9445

Title
is

Leikur, flæði og samskipti : athugun í leikskóla

Submitted
June 2011
Abstract
is

Í ritgerðinni verður fjallað um leik barna, flæði og samskipti. Gerð verður grein fyrir niðurstöðum eigindlegrar athugunar á flæði og samskiptum í leik barna. Athugunin fór fram í leikskóla og var markmið hennar að skoða hvort flæði sæist í leikskólastarfi. Rannsóknarspurningarnar eru tvær: Hvernig birtist flæði í leik barna og hvaða þættir í samskiptum styðja við flæði?
Helstu niðurstöður eru að flæði á sér stað þegar börn eru að leik og birtist það í einbeitingu barnanna, áhuga þeirra og hvernig þau gleyma stað og stund og gefa sig á vald leiksins. Einnig mátti sjá að börnin vörðust áreiti í leiknum og héldu einbeitingu þrátt fyrir utanaðkomandi truflun. Samskipti barnanna í leik eru bæði yrt og óyrt, þau nota samskipti til þess að skipuleggja leik sinn og halda honum gangandi. Samskipti sem einkenndust af leikgleði studdu börnin í flæði en þau samskipti sem einkenndust af átökum komu í veg fyrir að börnin héldu eða næðu flæði ástandi.

Accepted
23/06/2011


Artifacts
Name[Sortable]Size[Sortable]Visibility[Sortable]Description[Sortable]Format
B.ed ritgerð Margrét Halldóra.pdf264KBOpen Complete Text PDF View/Open