EnglishisÍslenska

Member institutions

Search in


ThesisUniversity of Iceland>Menntavísindasvið >B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/9466

Title
is

Foreldrar með þroskahömlun : hvað segja rannsóknir um aðstoð við foreldra með þroskahömlun?

Submitted
May 2011
Abstract
is

Í lokaverkefni þessu til B.A. prófs í þroskaþjálfafræðum við Háskóla Íslands, kem ég til með að skoða hvað rannsóknir hafa að segja um þá aðstoð er foreldrum með þroskahömlun er veitt, og hvernig hægt er að bæta þá þjónustu.
Í upphafi fer ég aftur í tímann og skoða þau viðhorf og áherslur sem endurspegla tíðarandann sem þá ríkti. Tími þar sem ófrjósemisaðgerðir voru ekki óalgengar, án vitundar þess er í aðgerðina fór. Tími þar sem flestir töldu sig vita að fatlaðir og aðrir „óæskilegir“ þegnar þjóðfélagsins fjölguðu sér hraðar en aðrir þjóðfélagsþegnar. Áherslur hafa breyst í gegnum tíðina. Mannréttindi, Sáttmáli Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, lög og reglugerðir, beina nú sjónum að auknum réttindum fatlaðs fólks, frelsi til eðlilegs lífs á eigin forsendum og frelsis til að giftast og eignast fjölskyldu. Þó sýna rannsóknir að viðhorf starfsmanna geta haft áhrif á þá aðstoð sem þeir veita foreldrum með þroskahömlun inni á þeirra heimili. Viðhorf foreldranna til félagsþjónustunnar litast af hræðslu þeirra á að missa börnin. Engir foreldrar þurfa að sanna sig eins mikið, og eru dæmdir eins hart‚ eins og foreldrar með þroskahömlun.

Accepted
24/06/2011


Artifacts
Name[Sortable]Size[Sortable]Visibility[Sortable]Description[Sortable]Format
Helga BA verkefni.pdf537KBOpen Complete Text PDF View/Open