EnglishisÍslenska

Member institutions

Search in


ThesisUniversity of Iceland>Menntavísindasvið >B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/9475

Title
is

Útimatreiðsla í skólastarfi : handbók ætluð heimilisfræðikennurum

Submitted
April 2011
Abstract
is

Verkefni þetta saman stendur af greinargerð og handbók. Hvort tveggja er ætlað heimilisfræðikennurum, sem vilja færa kennsluna út í náttúruna með markvissum hætti. Tveir heimilisfræðikennarar veittu okkur viðtöl og deildu með okkur skoðunum sínum um skort á efni, sem stutt gæti heimilisfræðikennara í viðleitni þeirra til að hefja kennslu í útimatreiðslu. Einnig var rætt við grunnskóla- og leikskólakennara um efnið. Kom þá berlega í ljós þörfin fyrir aukinn skilning á útimatreiðslu og vöntun á frekari skilningi á möguleikum þessarar vinnuaðferðar. Í framhaldi af því lögðum við upp með þá hugmynd að búa til handbók um útimatreiðslu fyrir heimilisfræðikennara. Rannsóknarspurning okkar er þessi: Hvernig er hægt að kenna útimatreiðslu í heimilisfræði?
Helstu niðurstöður rannsóknar okkar leiddu í ljós, að þörf er fyrir upplýsingar um útimatreiðslu og handbók, sem lýsir þeim áhöldum, sem hugsanlegt væri að nota, og kynnir einnig þær aðferðir, sem nýta mætti úti í náttúrunni. Niðurstöður sýndu einnig, að með því að vinna bæði úti og inni með heimilisfræði, fáum við nýja sýn á viðfangsefnið, meiri fjölbreytni og aukna tengingu við umhverfi og náttúru. Auk þess fá nemendur meiri hreyfingu og frískt loft í lungun.

Accepted
24/06/2011


Artifacts
Name[Sortable]Size[Sortable]Visibility[Sortable]Description[Sortable]Format
Greinagerð 2011 Sk... .pdf369KBOpen Complete Text PDF View/Open
Skemma.pdf14.9MBOpen Complete Text PDF View/Open