EnglishisÍslenska

Member institutions

Search in


ThesisUniversity of Iceland>Menntavísindasvið >B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/9487

Title
is

„Ég held ég væri aldrei á þessum stað ef þau hefðu ekki verið með mér“ : stuðningur foreldra við íþróttaiðkun stúlkna

Submitted
June 2011
Abstract
is

Markmið verkefnisins var að kanna hvernig stuðningur foreldra getur haft áhrif á þátttöku og árangur stúlkna í íþróttum. Brottfall stúlkna úr íþróttum er mikið á unglingsárum og hafa rannsóknir sýnt að þær fá minni stuðning frá foreldrum heldur en drengir. Það er því mikilvægt að styðja vel við þær en börn sem fá jákvæðan stuðning frá foreldrum sínum virðast stunda íþróttir lengur en önnur börn. Gerð var eigindleg rannsókn þar sem tekin voru viðtöl við þrjár íþróttakonur á aldrinum 20-26 ára en þær hafa allar náð góðum árangri í sinni íþróttagrein. Helstu niðurstöður benda til þess að stuðningur foreldra skipti sköpum fyrir þátttöku og árangur stúlkna í íþróttum. Niðurstöður sýna einnig að stuðningur foreldra getur komið fram með ýmsum hætti en hann getur til dæmis verið andlegur, líkamlegur og félagslegur. Út frá niðurstöðum rannsóknarinnar tel ég að fræða þurfi foreldra um mikilvægi þess að hvetja dætur sínar til þátttöku í íþróttum.

Accepted
24/06/2011


Artifacts
Name[Sortable]Size[Sortable]Visibility[Sortable]Description[Sortable]Format
Lokaverkefni PDF.pdf493KBOpen Complete Text PDF View/Open