is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9489

Titill: 
  • Bílaleiga Akureyrar: þjónustuhluti erlendis : hver er hagkvæmnin með þjónustu erlendis fyrir íslenskar bílaleigur?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Höfundur: 
Útdráttur: 
  • Höldur sf. var stofnað árið 1974 og var tilgangur starfseminnar að leigja út bifreiðar til einstaklinga. Í dag rekur Höldur ehf., eina stærstu bílaleigu landsins, Bílaleigu Akureyrar, með um 1850 bifreiðar í rekstri yfir sumartímann, og fjórtán afgreiðslustaði víðsvegar um landið. Þetta gerir Bílaleigu Akureyrar (BA), að útbreiddustu bílaleigu landsins. Jafnframt er BA umboðsaðili fyrir þrjár erlendar bílaleigur, National Car Rental, Europcar og Alamo. Einn þátturinn við að vera umboðsaðili fyrir erlendar bílaleigur er að geta boðið upp á þjónustu þar sem viðskiptavinurinn hefur þann möguleika að leigja bifreið hjá BA þegar farið er erlendis. Sú deild sem sér um bókanir á bílaleigubílum erlendis fyrir viðskiptavini BA, er tiltölulega nýlega tekin starfa. Þessum hluta í starfsemi BA hafði lítið verið sinnt og því var ákveðið í ársbyrjun árið 2006 að taka til skoðunar þjónustuhluta BA erlendis. Ætlunin er að fjalla um núverandi stöðu, sjá fyrir sér framhaldið og fá sýn á það hvort einhver hagkvæmni sé í að halda slíkri deild uppi í óbreyttri mynd.
    Einblínt verður á áðurnefnt rannsóknarefni og því til stuðnings verður farið yfir SVÓT greininguna svokölluðu, svo að hægt sé að átta sig á hvar ný tækifæri liggja og hvað sé hægt að gera betur í samkeppninni. Enn fremur verður notast við hið þekkta sprungulíkan (e. gap model), en með því er hægt að skilja betur þær væntingar sem viðskiptavinurinn gerir til þeirrar þjónustu sem fyrirtækið er að veita.
    Til þess að ná árangri í viðskiptum er markaðssetning mikilvæg, gera sér grein fyrir því hvað viðskiptavinirnir vilja, að hverju sé stefnt og hvað skuli síðan gera þegar á hólminn er komið. Stefnumótun er öflugt tæki fyrir fyrirtæki og stofnanir til þess að forðast stöðnun og setja sér þannig markmið sem nauðsynlegt er til að lifa af í hraðri þróun fyrirtækja í dag.

  • Útdráttur er á ensku

    Höldur, was founded in 1974 and its main purpose was to rent automobiles/cars to individuals. Today, Höldur operates one of the largest car rentals in the country, Akureyri Car Rental, which consists of 1850 cars in operation during high season in the summer, and fourteen outlets across the country. This makes Akureyri Car Rental the most widespread car rental in the country. At the same time, Akureyri Car Rental is the commercial agent for three foreign car rentals, National Car Rental, Europcar and Alamo. One element of being a commercial agent for foreign car rentals is to be able to offer a service where the customer has the opportunity to rent a car from Akureyri Car Rental, when leaving abroad.
    The division responsible for bookings of automobiles abroad for the customers of Akureyri Car Rental has just recently begun to operate. This part of Akureyri„s Car Rental operation, has been dealt with remotely, thus it was decided in the beginning of the year of 2006 to take into inspection the part of the foreign service of Akureyri Car Rental. The intention was to deal with the present position, administer the continuation and get the vision of whether it would involve some efficiency to operate the division under an unchanged form.
    The focus of this essay will be on the before mentioned research material with a support from the so called SWOT analysis which will be reviewed, to gain perspective on where new opportunities are to be found and what can be done better during a marketing competition between companies who work in the same or similar fields of the industry.
    Furthermore, the well-known gap model will be used and reviewed, but it can be used to understand better the expectations which the customer makes towards the service which the company is offering.
    In order to attain success in business, marketing is very important, it is important as well to understand what the needs of the customer are, what the goal of the company is and what will be the next step when it has reached the top. Corporation strategy is an effective instrument for companies and institutions to avoid stagnation and for the company itself to set a goal which is important in order for the company to survive the fast evolution of companies today.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er lokað
Samþykkt: 
  • 27.6.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9489


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð_Gerald_110511.pdf785.58 kBLokaðurHeildartextiPDF