is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9504

Titill: 
  • „Leið tómt á eftir, maður var að leita að einhverju“ : rannsókn á reynslu íslenskra unglingsstúlkna af því að byrja að stunda kynlíf í samhengi við stöðu kynjanna í samfélaginu almennt
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í alþjóðlegum rannsóknum sem gerðar hafa verið á heilsu og lífskjörum skólanema hefur kynlífshegðun verið einn af þeim þáttum sem skoðaðir hafa verið. Í þessum rannsóknum hefur komið fram að íslenskar unglingsstúlkur byrja fyrr að stunda kynlíf en jafnöldrur þeirra í öðrum löndum, að undanskildum grænlenskum stúlkum. Í þessari rannsókn er kynlífshegðun íslenskra unglingsstúlkna skoðuð með upplifun kvenna af sínum fyrstu skrefum í kynlífi að leiðarljósi. Niðurstöður þeirrar upplifunar eru skoðaðar í samhengi við jafnrétti kynjanna og hvernig hún birtist í samanburði við stöðu kvenna í samfélaginu almennt. Notast er við eigindlegar rannsóknaraðferðir og byggist rannsóknin á níu viðtölum við konur í tveimur aldurshópum þ.e. ungum konum sem nýlega hafa stigið upp úr unglingsárunum og eldri konum sem líta lengra til baka að unglingsárunum. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að íslenskar unglingstúlkur finna fyrir einhvers konar þrýstingi á að hefja kynlíf. Eldri konurnar sjá glöggt þegar þær líta til baka að þær hafi byrjað að stunda kynlíf áður en þær höfðu þroska eða voru tilbúnar til. Yngri viðmælendurnir upplifa ekki á sama hátt að þær hafi ekki verið tilbúnar en þó ber á ákveðnum samfélagslegum þrýstingi í svörum þeirra. Áhyggjur af klámvæðingu eru sameiginlegar með báðum aldurshópum og hefur klámið neikvæð áhrif á yngri hópinn en þær upplifa að klámáhorf stráka hafi áhrif á kröfur þeirra til stelpna bæði hvað varðar útlit og atferli. Það er almenn skoðun viðmælenda rannsóknarinnar að fræðslu um kynlíf sé mjög ábótavant bæði í skólum og á heimilum. Hún þyrfti að fara fram áður en unglingar byrja að prófa sig áfram í kynlífi og ætti umræðan að vera opnari. Í rannsókninni kemur fram að þegar kemur að kynlífi eru kröfur og viðhorf til kynjanna á margan hátt ólík og bendir það til þess að jafnræði er ekki á með kynjunum á því sviði frekar en mörgum öðrum.

  • Útdráttur er á ensku

    In international studies on health and quality of life of students, sexual behavior has been one of the factors which have been looked into. In these studies the results has shown that Icelandic teenage girls become sexually active earlier than their peers in other countries, except for girls in Greenland. This study looks into and focuses on women‘s initial sexual experience. The results of this experience is looked at in coherence with gender equality and how the participants experience appears in comparison with women‘s position in society in general. The study is qualitative and is based on nine interviews with women in two age groups, i.e. young women who recently passed their teenage years and older women looking further back. The results of these studies show that Icelandic teenage girls seem to feel pressured into becoming sexually active. When the older women look back they clearly see that they became sexually active before they were emotionally ready. The younger interviewees‘ experience is not the same because they believe they were ready to become sexually active when it came to their initial sexual experience but a certain social pressure is quite apparent in their answers. Concerns about a pornographic immersion seem quite distinct in both age groups and the younger group experiences a negative influence from pornography because they feel that the teenage boys‘ viewing of pornography influences their demands and standards for girls, both in relation to appearance and behavior. It is the general view of the study‘s interviewees that sexual education needs considerable improvement, both in schools and homes. It should take place before teenagers start experimenting with sex and the discussion should be much more open. The study shows that when it comes to sex, the demands and attitude towards the sexes are in many ways different which implies that there is a lack of gender equality in that area as well as in many other areas.

Samþykkt: 
  • 27.6.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9504


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA Leið tómt á eftir.pdf400.87 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna