is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Listaháskóli Íslands > Listkennsludeild / Department of Arts Education > Lokaritgerðir / Theses (MA, M.Art.Ed.) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9510

Titill: 
  • Jarðfræði líkamans : ferðalag inní móðurlíf
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar listrannsóknar er að skoða hvernig læra megi í gegnum myndlist og dýpka mig sjálfa um leið sem myndlistarkonu auk þess að skoða möguleika með miðlun myndlistar í kennslu. Ég nota aðferðir listrannsókna með hjálp fræða eins og heimspeki, listfræða og kennslufræða. Fyrst er komið inná heimspeki og tilfinningar skoðaðar út frá náttúru mannsins og fyrirbærafræði; hvernig maður skynjar heiminn og upplifir og hvernig listamaðurinn sendir skynjunina áfram í gegnum listaverk sem síðan má sjá sem fræðandi kennsluefni til dæmis í skólum og á söfnum með hjálp DBAE eða fagmiðaðrar myndlistarkennslu. Verkefnið kalla ég Jarðfræði líkamans vegna þess að það fjallar um það að fara inní líkamann og kanna ástand hans inní móðurlífinu út frá barnleysi konu. Ég reyni að útskýra tilfinningu með hjálp listarinnar ásamt því að útskýra með fræðum hvernig tilfinningar eru líkamlegar en samt ósýnilegar. Með því að setja tilfinningu í fast form eins og myndlistarverk reyni ég að útskýra það sem á sér stað í líkamanum til að fræðast sjálf en líka til að geta sett mig spor listgreinakennara og hvernig hann getur hugsanlega tekið myndverk og listrannsókn eins og þessa og útskýrt eða miðlað til nemenda sinna.

  • The aim of this research in art is to discover through the medium of visual art how visual art can be used in art education. The task is also to learn for myself as well as to travel within and discover how I can give my art works extra layers and understanding. On this journey I use the methods of art and research with the help of science such as the science of philosophy, and the science of teaching. First, I look within the world of philosophy learning about feelings or emotions of the human being through the experience of the body viewed through nature and phenomenology; how a person perceives the world and experiences it and how the perception continues through art, which then can be seen as an educational teaching materials such as in schools and libraries or art museums, with the aid of DBAE Discipline-Based-Art Education. The project I call, "Geology of the body" because it is about travelling into the body and explore the conditions inside the womans womb. I try to explain the feeling to long for a child with the help of art along with science. I try to explain how feelings are physical but invisible. By putting the feeling into solid form such as art work, I try to explain what occurs in the body to learn about the body and the emotions but also to take it further into the art of teaching.

Samþykkt: 
  • 27.6.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9510


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerd.pdf1.57 MBLokaðurHeildartextiPDF