is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9528

Titill: 
  • Tímaráðstöfun unglinga: áhrif á áhættuhegðun
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Að skóladegi loknum og um helgar hafa unglingar frítíma til þess að ráðstafa að eigin vild. Margir unglingar kjósa að ráðstafa tíma sínum í skipulagðar tómstundir t.d. íþróttaiðkun og æskulýðsstörf. Aðrir unglingar kjósa að verja tíma sínum í ýmsar óskipulagðar tómstundir t.d. að spila tölvuleiki eða horfa á sjónvarp. Áhættuhegðun felur í sér hegðun sem getur lagt gerandann beint eða óbeint í hættu. Skilgreind áhættuhegðun í þessari rannsókn var áfengis-, tóbaks-, hass- eða marijúana neysla á meðal unglinga. Markmið þessarar rannsóknar var að skoða hvernig íslenskir unglingar í 10. bekk kjósa að verja frítíma sínum og hvort að einhver munur er á tímaráðstöfun unglinga á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni. Einnig var ákveðið að kanna hvort að tengsl eru á milli skipulagðra- og óskipulagðra tómstunda og áhættuhegðunar og hvort að tengsl eru á milli áhrifa frá jafningjum og áhættuhegðunar unglinga. Rannsóknin byggist á gögnum verkefnisins Heilsa og lífskjör skólanema 2009/2010 sem er íslenskur hluti alþjóðlegu rannsóknarinnar Health Behaviour in School-Aged Children (HBSC). Þátttakendur rannsóknarinnar voru samtals 3857 nemendur í 10. bekk úr grunnskólum víðsvegar um landið. Niðurstöður sýna að unglingar á landsbyggðinni verja oftar tíma sínum í skipulagðar tómstundir og neyta sjaldnar áfengis, hass eða marijúana. Hins vegar neyta þeir tóbaks að jafnaði oftar en unglingar á höfuðborgarsvæðinu. Einnig komu í ljós jákvæð tengsl á milli tölvunotkunar og áhættuhegðunar og jafnframt á milli áhrifa frá jafningjum og áhættuhegðunar. Hins vegar komu fram neikvæð tengsl á milli skipulagðra tómstunda og áhættuhegðunar. Þá virðist sem notkun íslenskra unglinga í 10. bekk á áfengi,tóbak-, hass og marijúana fari minnkandi á milli ára.

Samþykkt: 
  • 28.6.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9528


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hildur Jóhannsdóttir 260184-2539 ha0401923.pdf1.68 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna