is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9538

Titill: 
  • Uppbyggingarstefnan Uppbygging sjálfsaga - Uppeldi til ábyrgðar : viðhorf og þekking foreldra í grunnskóla á Akureyri á stefnunni
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Uppbyggingarstefnan, Uppbygging sjálfsaga – Uppeldi til áhuga er heildstæð nálgun sem notast er við með það að markmiði að skapa umhyggjusamt skólasamfélag. Meginmarkmið nálgunarinnar er að ryðja úr vegi gömlum gildum um refsingar sem aðferð við að takmarka aga- og hegðunarvanda í skólum og styðjast frekar við að gera sem mest úr einstaklingnum sjálfum, hans innri persónu, áhugahvöt, lífsgildum og markmiðum.
    Aðferðir Uppbyggingarstefnunnar efla félagsfærni, tilfinningaþroska, sjálfstæði og sjálfsvirðingu nemenda og því er mikilvægt að foreldrar taki þátt í því starfi sem byggt er upp innan skólans. Foreldrar eru ábyrgir fyrir uppeldi barna sinna. Því er mikilvægtað fá vitneskju um viðhorf og þekkingu þeirra á því kerfi sem notast er við í skóla barna þeirra.
    Í þessari rannsókn voru þessi atriði metin hjá foreldrum barna í
    í meðalstórum grunnskóla á Akureyri. Alls tóku 154 einstaklingar þátt og svöruðu þátttakendur 32 atriða spurningalista sem var sérstaklega hannaður fyrir rannsóknina og ætlað var að meta viðhorf og þekkingu á nálguninni.
    Niðurstöðurnar gáfu til kynna að foreldrar væru almennt mjög ánægðir með stefnuna, langflestir vildu halda áfram með hana, mikill meirihluti vissi til þess að skólinn studdist við stefnuna og þótti ekki endilega nauðsynlegt að fá meiri fræðslu um hana.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er lokað
Samþykkt: 
  • 28.6.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9538


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni.PDF720.71 kBLokaðurHeildartextiPDF