is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9550

Titill: 
  • Tákn með tali : viðhorf og þekking foreldra
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi er lokaverkefni til B.Ed.-gráðu í leikskólafræði við Háskólann á Akureyri. Markmið okkar var að rannsaka viðhorf foreldra til Tákns með tali og þekkingu þeirra á því.
    Fjallað er um Tákn með tali sem hjálpartæki fyrir börn sem eiga við tal- eða málörðugleika að stríða. Það er einstaklingsbundið hversu auðvelt börn eiga með að tileinka sér tungumálið því málþroski þeirra getur verið misjafn og því mikilvægt að hafa í huga að styðja þarf við einstaklinginn jafnt sem hópinn. Sum börn eiga við vandamál að stríða og því er mikilvægt að hafa úrræði til þess að aðstoða þau. Tákn með tali er hugsað sem stuðningur við orðin og getur gagnast öllum börnum sem eru að læra að tala. Það er samsett úr látbragði, táknum og orðum og hægt er að laga það að þörfum hvers og eins sem gerir það að verkum að auðvelt er að nota það í leikskólum.
    Það virðast ekki hafa verið gerðar rannsóknir á viðhorfi foreldra til Tákns með tali á Íslandi áður. Við gerðum rannsókn í fjórum leikskólum á Akureyri þar sem foreldrar þriggja til fimm ára leikskólabarna voru beðnir um að fylla út stutta spurningakönnun. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu fram á að viðhorf foreldra til Tákns með tali var jákvætt og oftast höfðu þeir þekkingu á því. Einnig kom í ljós að foreldrar vilja meiri fræðslu og kynningu til þess að geta sjálfir notað Tákn með tali markvisst.

  • Útdráttur er á ensku

    This thesis is the final assignment for a B.Ed.-degree in preschool educational science from the University of Akureyri. Our goal is to research the opinion parents have of Makaton(signs to support speech) and how much they know about it.
    The thesis discusses the use of Makaton as an aid for children dealing with language problems. There is a difference between children as regards how easy it is for them to learn to talk. For some children it is difficult to learn the language, which is why it is important to have some support system for them. The goal in using Makaton is to support the spoken language and it is one way to support children that are learning the language. It is put together from gestures, signs and spoken words and is easy to customize to each individual’s needs which makes it easy for preschool teachers to use it with children.
    There hasn’t been much research done in Iceland as to what opinions parents have of Makaton. For this thesis research was conducted in four preschools in Akureyri where parents of preschool children between three and five years old, were asked to answer a short questionnaire. Results from the research showed that parents' opinions toward Makaton were positive and they usually had some knowledge about it. The study also showed that parents want to get a better introduction and education about Makaton so they can use it more efficiently.

Samþykkt: 
  • 28.6.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9550


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Takn.med.tali.Vidhorf.pdf971.2 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna