is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9556

Titill: 
  • Grenndarkennsla : mikilvægi grenndarkennslu með leikskólabörnum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Verkefni þetta er unnið sem lokaverkefni til B.Ed.-prófs við kennaradeild Háskólans á Akureyri vorið 2011. Viðfangsefni verkefnisins er grenndarkennsla og hvaða þýðingu hún hefur fyrir leikskólabörn og hvernig hægt er að flétta þá vinnu inni í þemastarf í leikskólum.
    Ritgerðin skiptist í tvo meginhluta. Í fyrri hluta ritgerðarinnar er gerð grein fyrir grenndarfræði og þeim hugtökum sem innan hennar eru; grenndarvitund, söguvitund og umhverfisvitund, sem eru jafnframt helstu undirstöður styrkrar sjálfsvitundar. Markmið Aðalnámskrár leikskóla eru skoðuð og hvernig hugtök grenndarfræðinnar og grenndarkennsla rúmast innan þeirra. Fjallað er um kenningar nokkurra áhrifamikilla fræðimanna um nám og kennslu barna og sýnt fram á hvernig kenningar þeirra falla að hugmyndum grenndafræðinnar, auk þess að renna stoðum undir hana. Þeir fræðimenn sem fjallað er um leggja allir ríka áherslu á mikilvægi umhverfisins í námi barna og að þau fái tækifæri á að komast í beina snertingu við náttúruna og nánasta umhverfi sitt. Einnig er fjallað um af hverju grenndarkennsla er svo þýðingarmikill þáttur í starfi leikskólans og hversu mikilvægur þáttur leikskólinn og kennarinn eru í þessu efni.
    Í seinni hluta ritgerðarinnar eru lagðar fram hugmyndir að þemaverkefnum sem hægt er að nýta í grenndarkennslu með börnum í leikskóla. Gerð verður grein fyrir hugmyndum að þemaverkefnum fyrir börn á aldrinum 2-6 ára ásamt því að lagðar eru fram hugmyndir að hópastarfstímum innan þemaverkefnisins.
    Að lokum eru umræður þar sem við veltum vöngum yfir helstu niðurstöðum og kostum við grenndarkennslu með leikskólabörnum og möguleikum kennara til mótunar komandi kynslóða með velferð og verndun jarðarinnar að leiðarljósi.

Samþykkt: 
  • 28.6.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9556


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerðin okkar.pdf494.35 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna