EnglishisÍslenska

Member institutions

Search in


ThesisUniversity of Akureyri>Hug- og félagsvísindasvið>B.A./B.Ed. verkefni>

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/9563

Title
is

Offita barna á leikskólaaldri - hvað er til ráða?

Submitted
May 2011
Abstract
is

Þessi ritgerð er lokaverkefni til B.Ed. gráðu við kennaradeild Háskólans á Akureyri. Megintilgangur þessarar fræðilegu úttektar er að varpa ljósi á það vandamál sem offita er orðið hjá börnum á leikskólaaldri. Sérstaklega verður skoðað hvernig líkamsástand barna á leikskólaaldri er nú til dags, orsakir offitu, afleiðingar hennar og hvaða meðferðarúrræði eru í boði fyrir of þung börn. Hreyfing barna á leikskólaaldri og matarmenning þeirra verður skoðuð og í kjölfarið verður fjallað um markaðssetningu „óhollrar“ fæðu sem snýr að börnum. Í lok verkefnisins eru settar fram nokkrar hugmyndir að leikjum og verkefnum þar sem hreyfing er fléttuð inní öll sex námsvið leikskólans.
Í ritgerðinni kemur fram að íslensk börn þyngjast of mikið miðað við alþjóðleg viðmiðunargildi. Með breyttum þjóðfélagsháttum hefur dregið úr daglegri hreyfingu sem gerir það að verkum að orkuþörf minnkar. Aftur á móti hefur ekki tekist að aðlaga orkuneysluna að minnkaðri orkuþörf en þessi þróun verður til þess að einstaklingar fitna. Afleiðingar offitu eru margvíslegar og geta þær orðið til þess að einstaklingum líður illa andlega og líkamlega.
Sérfræðingar eru allir á sama máli um að offita sé langvarandi sjúkdómur sem þó er hægt að koma í veg fyrir. Flestir þeirra eru á því máli að forvarnir séu besta leiðin til að koma í veg fyrir offitu.
Markviss hreyfing og rétt mataræði eru lykilatriði að góðri heilsu og hafa sýnt hvað bestan árangur sem fyrirbyggjandi meðferð gegn offitu hjá börnum. Í dag eyða flest börn sem ganga í leikskóla á Íslandi stórum hluta úr deginum í leikskólanum og er það þar af leiðandi hlutverk leikskólakennara að huga að því að kenna börnum gildi holls mataræðis og hreyfingar. Foreldrar þurfa einnig að vera meðvitaðir um það að kenna börnum sínum um mikilvægi hreyfingar og holls mataræðis en þeir bera frumábyrgð á uppeldi barna sinna.

Accepted
28/06/2011


Artifacts
Name[Sortable]Size[Sortable]Visibility[Sortable]Description[Sortable]Format
Offita barna a lei... .pdf1.16MBOpen Complete Text PDF View/Open