EnglishisÍslenska

Member institutions

Search in


ThesisUniversity of Iceland>Menntavísindasvið >B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/9584

Title
is

Að leyfa hæfileikum að blómstra : hvað þarf til að fara alla leið?

Submitted
May 2011
Abstract
is

Þetta verkefni fjallar um svonefnd bráðger börn. Meginspurningar mínar eru eftirfarandi: Hvað þarf til að hæfileikar bráðgerra barna fái að blómstra? Hvaða þættir hafa mest áhrif? Hvaða úrræði eru til staðar í skólakerfinu og hvaða kennsluaðferðir henta þessum hópi sérstaklega?
Hópur bráðgerra barna er skilgreindur með hliðsjón af lista yfir einkenni bráðgerra barna sem starfshópur Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur setti fram í skýrslu árið 2004. Skoðuð eru úrræði í skólakerfinu og í framhaldi af því kennsluaðferðir eins og lausnaleitarnám og rannsóknarnálgun. Rætt er um einstaklingsmiðun sem úrræði fyrir bráðger börn og kosti þess að notast við opin verkefni (open ended tasks) til að laða fram hæfileika og gera kröfur.
Í framhaldi af þessu eru skoðaðir áhrifaþættir á velgengni hjá þessum börnum. Rætt er um mikilvægi jákvæðra væntinga, mentorhlutverk kennarans og hversu mikilvægt það er að geta séð hvað efnilegur nemandi gæti afrekað með réttum stuðningi.
Niðurstaðan er að þar sem jákvæð sjálfsmynd er svo mikilvæg fyrir velgengni bráðgerra barna skiptir hæfni kennarans mestu máli fyrir hvort og hvernig þessi börn fái að nýta hæfileika sína innan skólans.

Accepted
29/06/2011


Artifacts
Name[Sortable]Size[Sortable]Visibility[Sortable]Description[Sortable]Format
aðleyfahæfileikum.pdf308KBOpen  PDF View/Open