EnglishisÍslenska

Member institutions

Search in


ThesisUniversity of Akureyri>Hug- og félagsvísindasvið>B.A./B.Ed. verkefni>

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/9601

Title
is

Heimanám grunnskólabarna : árangur og viðhorf

Submitted
April 2011
Abstract
is

Viðfangsefni ritgerðarinnar er heimanám og meginmál hennar skiptist í tvo hluta. Í fyrri hlutanum er fjallað um efnið út frá fræðilegum heimildum, hugtakið er skilgreint og fjallað er um markmið og árangur heimanáms. Saga heimanáms er jafnframt rakin í stuttu máli. Rannsóknum á heimanámi eru gerð skil, fjallað er um þátttöku foreldra í heimanámi og samskipti heimila og skóla.
Mjög skiptar skoðanir eru á því meðal fræðimanna hvort heimanám beri árangur og hvaða árangurs megi helst vænta. Sumir líta svo á að heimanám sé nauðsynlegur þáttur í því að bæta námsárangur á meðan aðrir segja heimanámið tilgangslaust. Almenn skoðun virðist þó vera sú að ef rétt er staðið að heimanámi, þá skili það vissum árangri. Kennarar þurfa að vega og meta magn og eðli heimanáms út frá hverjum einstaklingi þannig að það hæfi getu hans og markmiðum.
Í seinni hluta ritgerðarinnar er umfjöllun um rannsókn sem unnin var í samvinnu við tvo grunnskóla og niðurstöður hennar kynntar. Gerð var könnun á viðhorfum foreldra og barna til heimanáms, en þátttakendur voru foreldrar og nemendur á miðstigi. Notast var við megindlega aðferð og könnunin var send til þátttakenda rafrænt. Helstu niðurstöður eru þær að almennt ríkir jákvætt viðhorf gagnvart heimanámi. Foreldrar álíta heimanám mikilvægan þátt í skólastarfinu og telja það tengja þá við nám barna sinna. Flestir foreldrar telja sig vera í góðu samstarfi við skólana og að heimanámið hæfi yfirleitt börnunum. Nemendurnir eru einnig fremur jákvæðir í garð heimanámsins og flestum finnst það fremur áhugavert. Mörgum nemendum þykir heimanámið þó vera of mikið, öfugt við skoðun margra foreldra sem þykir heimanámið vera of lítið.

Comments
is

Verkefnið er lokað

Accepted
29/06/2011


Artifacts
Name[Sortable]Size[Sortable]Visibility[Sortable]Description[Sortable]Format
Heimanám grunnskól... .pdf432KBLocked  PDF