is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9624

Titill: 
  • Vefir grunnskóla : hlutverk þeirra og inntak.
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Rannsókn þessi er unnin sem lokaverkefni til B.Ed. prófs við kennaradeild Háskóla Íslands vorið 2011. Rannsóknarspurningin sem unnið var með er:
    Hvaða hlutverki eiga vefir grunnskóla að gegna og hvaða kröfur gera skólayfirvöld til grunnskóla er varðar innihald og uppfærslu á þeim?
    Markmiðið með rannsókninni er að varpa ljósi á stöðu vefmála grunnskóla í stærsta sveitarfélagi landsins frá sjónarhorni skólayfirvalda annars vegar og skólastjórnenda hins vegar.
    Farið er yfir stefnu og markmið stjórnvalda sem og menntayfirvalda í upplýsingatækni og vefmálum frá miðjum tíunda áratug síðustu aldar til dagsins í dag. Rætt er við fjóra fulltrúa frá Menntasviði Reykjavíkurborgar og einn skólastjórnanda í grunnskóla í Reykjavík. Leitað er svara við spurningum er tengjast hlutverki, uppfærslu og innihaldi vefsíðna, en einnig er fjallað um gátlista sem Menntasvið Reykjavíkurborgar notar í heildarmati sínu þegar úttekt er gerð á vefsíðum grunnskóla. Í rannsókninni er þessi gátlisti notaður til að meta vefsíður fjögurra skóla sem valdir voru af handahófi.
    Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru að hvergi í lögum um grunnskóla né í aðalnámskrá er hlutverk vefsíðu skilgreint né kveðið á um að skólum beri skylda til að halda úti vefsíðu. Draga má þá ályktun að hlutverk vefsíðu grunnskóla sé að veita upplýsingar um skólastarfið og starfsemi skólans. Uppfærsla á vefsíðu virðist ekki teljast skilgreint starfshlutfall við skóla borgarinnar og virðast margir koma að þeim málum, en viðmið skólayfirvalda í Reykjavík er 5 tímar að lágmarki á viku. Hlutverk og vægi vefsíðu í grunnskólum virðist heldur hafa minnkað á síðustu árum, m.a. með tilkomu Mentors. Einnig er ljóst að sá eldmóður og kraftur sem einkennt hefur stefnu stjórnvalda í upplýsingatækni og Netmálum hefur ekki skilað sér út í alla anga menntakerfisins.

Samþykkt: 
  • 29.6.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9624


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
vefir grunnskola - linda osk thorleifsdottir-1.pdf566.36 kBLokaðurHeildartextiPDF