is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9629

Titill: 
  • Útinám og kennsla í dönsku fyrir 7. bekk : fræðileg greinargerð ásamt heimasíðu með hugmyndum um útikennslu í dönskunámi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Á síðastliðnum misserum hefur umræðan um útikennslu aukist mikið. Þegar grennslast er fyrir um hugtakið útikennsla og skoðaðar eru heimildir erlendis frá er hægt að sjá að hugtakið „Outdoor Education“ er ansi stórt og viðamikið hugtak. Hérlendis er hugtakið útikennsla hinsvegar mest notað. Þegar skoðaðar eru hugmyndir og kennsluefni í útikennslu hérlendis er aðallega að finna efni um útikennslu í náttúru, stærðfræði og umhverfismennt.
    Sem kennari í leit að árangursríkum kennsluaðferðum hef ég orðið vör við að ekki er að finna margar hugmyndir um útikennslu í tungumálanámi á netinu, þrátt fyrir að vita til þess að margir kennarar nýta sér þessa kennsluaðferð með góðum árangri. Kveikjan að lokaverkefni mínu til B.Ed gráðu kviknaði síðasta sumar þegar ég sótti námskeið í útikennslufræðum. Þar upplifði ég að viðhorf nemenda var allt öðruvísi úti í náttúrunni en inni í kennslustofunni. Það var einstaklega skemmtilegt að sjá einstaklinga sem þrífast illa í kennslustofu blómstra útivið og vera virkari í náminu og vera félagslega virkir. En af hverju útinám sem kennsluaðferð?

Tengd vefslóð: 
Samþykkt: 
  • 29.6.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9629


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ThelmaHermanns[1].pdf356.71 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna