is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9634

Titill: 
  • Leikritið The Normal Show og ljósmyndagjörningurinn Fullgild þátttaka : fötlunarlist og valdefling
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Vestræn menning einkennist af hugmyndum hins ófatlaða meirihluta um norm og gildi þar sem birtingarmynd fötlunar og fatlaðs fólks er oft á tíðum neikvæð. Fötlunarmenning er hins vegar ákveðinn menningarkimi, sem tengist alþjóðlegri baráttuhreyfingu fatlaðs fólks og endurspeglar norm og gildi fatlaðra aðgerðasinna og þeirra stuðningsmanna. Lykilþættir fötlunarmenningarinnar eru þar af leiðandi róttækar félagslegar endurskilgreiningar og pólitískar túlkanir á hugtakinu fötlun gerðar af fötluðu fólki og þeirra samtökum. Þessi greinargerð fjallar um lokaverkefni til B.A. gráðu í þroskaþjálfafræðum sem unnið var samhliða vettvangsnámi á vormisseri 2011 í samvinnu við Fjöllistahóp í anda fötlunarmenningar og fötlunarlistar. Fjöllistahópur var tilraunaverkefni fyrir sjö nemendur í Starfsnámi IV er stunduðu starfstengt diplómanám fyrir fólk með þroskahömlun á Menntavísindasviði. Markmið verkefnisins var að kynna fötlunarlist fyrir Fjöllistahópnum ásamt því að vinna að leiksýningu og gjörningi í anda hennar. Samstarfinu og vettvangsnáminu lauk með leiksýningunni The Normal Show og ljósmyndagjörningnum Fullgild þátttaka sem fram fór 1. apríl 2011. Fötlunarlistin er notuð til að afhjúpa þá mismunun og fordóma sem fatlað fólk mætir og einnig til að efla hópvitund og samstöðu meðal fatlaðs fólks. Verkefnið er til þess fallið að veita þátttakendum tækifæri til að vera gagnrýnin og að láta rödd sína heyrast á mjög áhrifaríkan hátt í gegnum leiklist og húmor. Þátttakendur í Fjöllistahóp höfðu flest brennandi áhuga á og reynslu af leiklist og listsköpun. Draumur margra í hópnum var að verða leikari og hljóta þjálfun í þeirri listgrein. Enn sem komið er hefur fatlað fólk á Íslandi ekki haft greiðan aðgang að listnámi á háskólastigi og vilja þátttakendur verkefnisins breyta því og er ein leið til þess að tjá sig í gegnum fötlunarlist.

Samþykkt: 
  • 29.6.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9634


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni_til_BA_profs_kdk_lokautg_mai_2011.pdf1.52 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna