is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/968

Titill: 
  • Blöndun fatlaðra og ófatlaðra barna mótar þjóðfélag án aðgreiningar : móttaka barns með fötlun í leikskóla
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Á árum áður höfðu fatlaðir ekki sömu tækifæri og ófatlaðir einstaklingar. Þrátt fyrir margvíslegar umbætur er þetta enn staðreynd á sumum stöðum í heiminum. Á Íslandi og í mörgum öðrum löndum Evrópu er af sem áður var. Miklar breytingar hafa átt sér stað á undanförnum árum og er stefnan í skólamálum á Íslandi í dag sú, að nám sé ætlað öllum börnum óháð líkamlegri eða andlegri skerðingu þeirra. ,,Heiltæk skólastefna“ er nú mikilvægur þáttur í Aðalnámskrám leik-og grunnskóla. Fötluð börn eru nú á leikskólum ásamt ófötluðum börnum og reynt er að gera líf þeirra eins ,,eðlilegt“ og mögulegt er. Í þessari ritgerð er farið inn á þætti sem mikilvægt væri fyrir leikskólakennarann að hafa í huga við móttöku fatlaðs barns. Fjallað er um hvernig vel megi standa að móttöku fatlaðs barns, hvað felist í heiltækri skólastefnu og mikilvægi þess að eiga gott samstarf við foreldra fatlaða barnsins.
    Við öflun heimilda um viðfangsefnið var aðalega stuðst við heimildir úr bókum og af netinu.Tekin voru viðtöl við tvo leikskólastjóra á leikskólum í Reykjavík þar sem spurt var um viðhorf þeirra til heiltækrar skólastefnu og hvað þeir teldu að fælist í stefnunni. Einnig var tekið viðtal við leikskólaráðgjafa sem starfar fyrir Akureyrarbæ. Upplýsinga var aflað um fjölda barna með fötlun og hvernig þeim er skipt niður eftir því hversu mikil fötlun þeirra er. Ritgerðinni er skipt í sex kafla. Umræða er í lokin þar sem höfundur kemur inn á sín eigin viðhorf í garð fatlaðra, heiltækrar skólastefnu og helstu niðurstöður úr ritgerðinni. Lokaorð og heimildaskrá fylgja í lokin.

Samþykkt: 
  • 1.1.2004
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/968


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
blondun.pdf620.63 kBLokaðurHeildartextiPDF