is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9692

Titill: 
  • Gamli sáttmáli, gildi, aldur og tilvist
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Hugmyndir um uppruna Gamla sáttmála eru um margt óljósar, talið er að helstu heimildir um hann megi meðal annars finna í Sturlungasögu og Hákonarsögu gamla Hákonarsonar, Noregskonung. Þar má finna frásagnir af ýmsum sögulegum atburðum sem gerðust á Íslandi á 13.öld. Sturlungasaga er samtímaheimild sem veitir innsýn í hugmyndaheim og lífskoðun Íslendinga á þessum tíma og greinir frá valdabaráttu höfðingjaætta, útþenslu konungsvalds og kirkju og endalokum þjóðveldis hér á landi. Sagan er talin vera rituð af mörgum höfundum en þekktastur þeirra og jafnframt sá sem talin er hafa lagt mest af mörkum til ritsins var Sturla Þórðarson (1214-1284).
    Það má sjá af lestri Íslendingasagna á 13.öld að varað var við erlendu konungsvaldi og upplausn ættarsamfélagsins og er öldin sögð vera upplausnartími þjóðveldisins. Við vitum þó að viðvaranir spakra manna dugðu skammt og leið þjóðveldið til loka og með tilurð Gamla sáttmála varð Ísland að skattlandi Noregskonungs.
    Í ritgerðinni verður fjallað um tildrög gerðar Gamla sáttmála en oftast er talað um að hann eigi við samkomulag Íslendinga og Noregskonungs á árunum 1262/1264 og hvaða þýðingu hann hafði á þeim tíma. Sáttmálinn er samansafn af skjölum sem fræðimenn telja að beri vitni um samkomulag sem gert var milli Íslendinga og Hákons gamla, Noregskonungs árið 1262. Samningurinn fól það í sér, að við undirritun hans yrði konungur Noregs jafnframt konungur Íslands og að Íslendingar yrðu í kjölfarið skattþegnar Noregskonungs. Á móti skuldbatt konungur sig gagnvart Íslendingum með ýmsu móti.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er lokað
Samþykkt: 
  • 4.7.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9692


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni_B.A._Lilja_Ros_Rognvaldsdottir.pdf447.57 kBLokaðurPDF