EnglishisÍslenska

Member institutions

Search in


ThesisUniversity of Akureyri>Hug- og félagsvísindasvið>Meistaraprófsritgerðir>

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/9725

Title
is

Upplifun aðstoðarleikskólastjóra af starfi sínu : viðtalsrannsókn við sex aðstoðarleikskólastjóra

Abstract
is

Rannsókn þessi er 30 eininga ritgerð til meistaraprófs í menntunarfræðum og styðst við eigindlega aðferðafræði. Viðfangsefnið er upplifun aðstoðarleikskólastjóra af starfi sínu og stjórnunarhlutverki innan leikskólans. Tilgangur rannsóknarinnar er að öðlast skilning á starfi aðstoðarleikskólastjóra, hvernig starfi þeirra er háttað og hversu stór hluti af starfi þeirra felst í stjórnun. Fjallað er um stjórnun með áherslu á leikskólastjórnun og þá sérstaklega hlutverk og starfsaðstæður aðstoðarleikskólastjóra.
Gagnaöflunin fór fram veturinn 2009-2010 en tekin voru viðtöl við sex aðstoðarleikskólastjóra. Þemu rannsóknarinnar eru sex og eru þau; starfslýsingar, staðgengilshlutverk, ákvarðanir, stjórnunarstíll, samskipti og samvinna, handleiðsla og aðstoð við starfsfólk. Þessi þemu eru svo rauður þráður í ritgerðinni.
Aðstoðarleikskólastjórarnir höfðu allir unnið lengi í leikskólum en mislengi sem aðstoðarleikskólastjórar. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru þær að á heildina litið eru aðstoðarleikskólastjórar ánægðir í starfi, þeim finnst starf sitt vera fjölbreytt og persónuleg markmið þeirra með starfinu eru skýr. Þeir telja sig bæta skólastarfið með því að vinna að velferð nemenda og starfsfólks. Öllum viðmælendum bar saman um að þeir tækju þátt í stjórnun leikskólans og væru staðgenglar leikskólastjórans. Töluðu þeir um að starf þeirra væri að hluta til óskilgreint og viðfangsefni þeirra gætu verið misjöfn eftir verkefnum og dögum. Fram kom að eitt af fjölmörgum hlutverkum aðstoðarleikskólastjóra er að leysa starfsfólk leikskólans af í fjarveru eða veikindum. Þeir þekkja því oft á tíðum barna- og starfsmannahópinn nokkuð vel og starfa náið með báðum hópum. Ánægja, gleði og fagþekking var að mati viðmælendanna, gott veganesti inn í vinnuna við að byggja upp betri skóla til framtíðar.

Accepted
05/07/2011


Artifacts
Name[Sortable]Size[Sortable]Visibility[Sortable]Description[Sortable]Format
Lokaritgerd_solveig.pdf448KBOpen Complete Text PDF View/Open