is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9732

Titill: 
  • Áhugi grunnskólakennara á útinámi : megindleg rannsókn á viðhorfum kennara miðstigs í fimm grunnskólum Reykjavíkur og nágrennis til útináms
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í þessu lokaverkefni var viðhorf kennara til útináms rannsakað. Gerð var megindleg rannsókn vorið 2011 og voru þátttakendur tuttugu kennarar miðstigs fimm grunnskóla Reykjavíkur og nágrennis,tveir karlmenn og átján konur.
    Markmið rannsóknarinnar var að kanna hver áhugi kennara er á útinámi og hvort munur er á áhuga þeirra eftir bakgrunni, aldri og kyni. Einnig var athugað hvort kennarar telja útinám henta tilteknum nemendum frekar en öðrum. Tilgáta var sett fram af rannsakanda um að kennararnir hafi áhuga á útinámi, að þeir sem hafi lært um útinám nýti sér það frekar við kennslu en aðrir og að yngri kennarar noti útinám frekar en þeir eldri. Einnig var sett fram tilgáta um að kennarar telji útinám henta báðum kynjum og nemendum með námsörðugleika frekar en öðrum nemendum.
    Niðurstöður rannsóknarinnar styðja að mestu leyti tilgátur rannsakanda.
    Allir þátttakendur telja sig hafa áhuga á útinámi að einhverju leyti og hafa 95% þátttakenda notað útinám við kennslu. Elstu og yngstu kennararnir virðast hafa meiri áhuga á útinámi en aðrir kennarar. Þeir kennarar, sem ekki hafa lært um útinám, virðast hafa meiri áhuga á því en þeir sem lærðu um útinám í kennaranámi sínu gagnstætt tilgátu rannsakanda. Þátttakendur telja útinám henta báðum kynjum og nemendum með þroskafrávik betur en öðrum.

Athugasemdir: 
  • Áhugi grunnskólakennara á útinámi
    Megindleg rannsókn á viðhorfum kennara miðstigs í fimm grunnskólum Reykjavíkur
    og nágrennis til útináms.
Samþykkt: 
  • 5.7.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9732


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ahugi grunnskolakennara a utinami.pdf380.87 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna