is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9737

Titill: 
  • Hlutverk og skipulag forskólakennslu í tónlistaruppeldi barna á yngsta stigi grunnskóla
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Þessi rannsókn fjallar um hlutverk og skipulag forskólakennslu í tónlist á Akureyri. Samstarfið milli grunnskóla á Akureyri og Tónlistarskólans á Akureyri (TA) hefur staðið í um 15 ár og er forskólakennslan hluti af skólastundaskrá barna á yngsta stigi grunnskóla. Rannsóknin var eigindleg tilviksrannsókn (e. case study).
    Rannsóknin beindist að tveimur meginspurningum: Hvert er inntak og skipulag samstarfs Tónlistarskólans á Akureyri og grunnskóla á Akureyri um forskólakennslu á yngsta stigi grunnskóla? og Hvernig er hægt að þróa enn frekar samstarf tónlistarskóla og grunnskóla um umgjörð og innihald tónlistarforskóla?
    Gagna varðandi fyrri spurninguna var aflað með hálfopnum spurningum í viðtölum við tvo starfandi forskólakennara, þrjá starfandi deildastjóra og einn starfandi skólastjóra. Úrtakið var valið úr tveimur grunnskólum og Tónlistarskólanum á Akureyri. Niðurstöður við fyrri rannsóknarspurningunni bentu til þess að hlutverk forskólakennslunnar á Akureyri væri skýrt og markvisst þar sem áhersla væri lögð á að börnin öðluðust jákvæða upplifun á tónlistarkennslu og prófuðu sig markvisst áfram í tónlistinni. Forskólakennarar nutu trausts í sínu starfi bæði innan veggja grunnskólanna og Tónlistarskólans á Akureyri. Niðurstöður sýndu einnig að skipulag forskólakennslunnar hafði dalað undanfarin ár og samskipti milli stofnana minnkað. Forskólakennarar óskuðu eftir auknum samskiptum sín á milli og við Tónlistarskólann á Akureyri.
    Síðari spurningunni var svarað með áætlun um hvernig væri hægt að þróa betur það samstarf sem var til staðar milli stofnana. Áætlunin var sett fram í þremur hlutum. Fyrsti hlutinn fjallaði um skipulag og umgjörð samstarfs milli stofnana. Annar hlutinn fjallaði um móttöku nýrra forskólakennara sem sinntu kennslu úti í grunnskólum. Sá hluti var sniðinn fyrir utanaðkomandi kennara sem eru ekki beint hluti af starfsliði grunnskólanna. Í þriðja hlutanum var sett fram hugmynd að kennsluáætlun fyrir forskólakennslu yfir tveggja ára tímabil. Áætlunin var byggð á hugmyndum rannsakanda, viðtölum við þátttakendur og fræðilegum grunni ritgerðarinnar. Notkun hennar getur stuðlað að markvissara samstarfi og styrkt tengsl milli forskólakennara, grunnskóla og tónlistarskóla.

Athugasemdir: 
  • Athugasemdir er á ensku Verkefnið er lokað
Samþykkt: 
  • 5.7.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9737


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hjördís Eva - efnisyfirlit.pdf23.14 kBOpinnEfnisyfirlitPDFSkoða/Opna
Hjördís Eva - heimildaskrá.pdf35.07 kBOpinnHeimildaskráPDFSkoða/Opna
Hjördís Eva - fylgiskjöl.pdf122.04 kBOpinnViðaukiPDFSkoða/Opna
Hjördís Eva - heildarskjal lokað.pdf576.09 kBLokaðurHeildartextiPDF