is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9753

Titill: 
  • Heimilisofbeldi og kirkjan. Ofbeldi í skjóli krossins
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Umfjöllunarefni þessarar ritgerðar er heimilisofbeldi og áhrif þess á þolendur. Tilgangurinn er að gefa mynd af þeim neikvæðu áhrifum sem ofbeldið hefur á þolendur, sem í flestum tilfellum eru konur og börn. Áhersla er lögð á að varpa ljósi á þá þjáningu og þögn sem þolandinn býr við. Leitað er í þekkingarbrunn ýmissa sérfræðinga sem hafa ritað bækur og rit um heimilisofbeldi, en það felur í sér andlegt ofbeldi, kynferðislegt ofbeldi og félagslegt ofbeldi. Fjallað er um heimilisofbeldið út frá rannsóknum sem hafa verið gerðar á samþykktum Sameinuðu þjóðanna og regluverki íslensku laganna sem snúa að þessum málaflokki. Ritgerðin fjallar um heimilisofbeldi almennt en sú umræða leiðir að greiningu á því hvernig ofbeldið er falið í skjóli krossins og þjáningar Jesú Krists. Varpað verður ljósi á þá þöggun sem kirkjan hefur beitt þolendur sína og hvernig hún hefur oft á tíðum hvatt þolendur til að snúa heim á vígvöll ofbeldisins.
    Fjallað er um það ofbeldi sem prestar og aðrir kirkjunnar menn beita út frá heimildum úr bókum sem skrifaðar hafa verið um ofbeldi innan kirkjunnar og þá þöggun sem á sér stað innan hennar. Einnig er fjallað stuttlega um það hvernig siðblindir einstaklingar hafa komist til starfa innan kirkjunnar og getað beitt ofbeldi og misbeitingu í skjóli hennar.

Samþykkt: 
  • 13.7.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9753


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ólöf BA-ritgerð.pdf490.08 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna