is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Lokaverkefni í viðskiptadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9763

Titill: 
  • Handbók verkefnastofu : stjórnenda leiðbeiningar
  • Titill er á ensku Project management office : management instruction
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í ritgerð þessari er notast við efni sem kennt er í fjarnámi í viðskiptafræði við Háskólann á Bifröst. Einnig koma þarna inn mikil persónuleg reynsla um hvernig vinna skal verkefni og hvernig umgjörð verkefna vinnu þarf að vera til að sem bestur árangur náist. Til samanburðar verður uppbygging verkefnastofu í stórum íslenskum fyrirtækjum haft til hliðsjónar. Notaðar verða kennslubækur úr fjarnámi til BS í viðskiptafræði á Bifröst. Með því efni verður reynt að sýna fram á hvernig best er að standa að uppbyggingu verkefna og verkefnastofu. Settar verða fram leiðir til árangurs sem verða studdar með hjálp kennslubóka og þeirrar stefnu sem þar koma fram.
    Ritgerð þessi mun taka á hvernig uppbygging verkefnastofu í stóru fyrirtæki skal háttað. Hvernig verkefni eru valin og hvernig skal vinna verkefni. Verkefnavinna er orðinn stór hluti af rekstri fyrirtækja. Allar nýjungar eða breytingar eru unnar sem verkefni innan fyrirtækja. Til að tryggt sé að verkefnin séu vel unnin þá þarf undirbúningur verkefnisins að vera góður. Verkefnavinna þarf að vera unnin af réttum aðilum og framkvæmdin þarf að njóta stuðnings stjórnenda. Við val á verkefnum þar að tryggja að teknar séu ákvarðanir sem byggja á staðreyndum en ekki tilfinningu eða ágiskunum. Stjórnendur sem skipa verkefnaráð þurfa því alltaf að fá greiningar skjal fyrir hvert verkefni þannig að þeir geti tekið upplýsta ákvörðun um verkefnið. Ákvörðunin um að ráðast í verkefnið þarf líka að taka með stefnu fyrirtækisins í huga. Margar góðar hugmyndir koma inn á borð verkefnaráðs en þó hugmyndin sé góð þá þýðir það ekki að ráðast eigi í verkefnið. Það á einungis að gera ef verkefnið fellur að heildar stefnu fyrirtækisins. Á eftir undirbúningi verkefnis er val á réttum auðlindum stærsti áhættu þátturinn. Auðlindir sem veljast inn í verkefnið verða að vera þær bestu sem völ er á. Stjórnun verkefna þarf að vera vel skilgreind til að árangur náist. Það má í raun líta á verkefni sem fyrirtæki. Stýrihópur verkefnisins er svipað og stjórn fyrirtækis og verkefnastjórinn er framkvæmdastjóri. Báðir aðilar eru háðir hvorum öðrum en verða þó að passa að fara ekki inn á verksvið hvors annars. Í stórum fyrirtækjum þar sem verkefni ganga þvert á fyrirtækið kemur oft upp sú staða að verkefnastjórinn er að vinna fyrir eða með auðlindir í vinnu frá mörgum yfirmönnum. Sú hætta kemur því oft upp að yfirmenn auðlinda fara að hafa áhrif á
    verkefnin með beinum eða óbeinum hætti. Af þeim sökum þarf að búa þannig um að mörk verkefna sé vel skilgreind þannig að það komi ekki til árekstra milli stjórnenda. Þegar verkefni er lokið þá þarf taka saman kostnað verkefnisins og skila því formlega í hendur eigenda. Verklok þarf að gera jafn hátt undir höfði og upphaf verkefnisins.

Samþykkt: 
  • 27.7.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9763


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
JIH_Handbók_Verkefnastofu_BS_Ritgerð.pdf1.87 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna