is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild (og BSc sálfræði -2019) / Department of Business Administration >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9781

Titill: 
  • Kynbundinn munur á íslenskum skólastjórnendum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Með aukinni þátttöku kvenna í stjórnunarstöðum hafa vaknað upp spurningar um hvort kynbundinn mun sé að finna á stjórnunarháttum karla og kvenna og í hverju sá munur liggi. Miklar breytingar hafa orðið á íslenska skólakerfinu þar sem fjölgun kvenna hefur verið töluverð og breyting á starfsháttum skólastjórnenda var nauðsynleg eftir að ný lög og kjarasamningar tóku gildi. Í rannsókn þessari var lagður fyrir spurningalisti fyrir skólastjórnendur í öllum 174 grunnskólum og 35 framhaldsskólum á Íslandi. Kannað var hvernig mat stjórnendur lögðu á stjórnunarlega hegðun sína og hvort munur væri á milli kynjanna. Tilgátur sem lagðar voru fram voru eftirfarandi: (1) Konur eru líklegri til þess að nota lýðræðislega stjórnun heldur en karlar. (2) Konur eru með nálægari stjórnunarstíl heldur en karlar. (3) Konur eiga auðveldara með að deila út verkefnum heldur en karlar. (4) Karlar eru hlynntari samkeppni heldur en konur. (5) Konur eru duglegri að hrósa undirmönnum sínum heldur en karlar. Helstu niðurstöður voru þær að minni kynbundinn mun var að finna á stjórnunarlegri hegðun karla og kvenna í skólastjórnum heldur en rannsakendur bjuggust við. Niðurstöðurnar benda til þess að karlar í skólastjórnun á Íslandi séu með fremur kvenlægan stjórnunarstíl. Kynbundinn mun var helst að finna í þáttum eins og lýðræði, samkeppni og hvatningu. Kvenkyns skólastjórnendur töldu sig beita lýðræðislegri stjórnun og mikilli hvatningu til undirmanna. Karlkyns skólastjórnendur töldu sig aftur á móti beita meiri samkeppni og þeir reyndust ákveðnari.

Samþykkt: 
  • 2.8.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9781


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Kynbundinn_munur_a_islenskum_skolastjornendum_2011.pdf795.3 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna