is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild (og BSc sálfræði -2019) / Department of Business Administration >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9782

Titill: 
  • Ákvörðunartaka stjórnenda á áfallatímum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessari er ætlað að veita innsýn inn í ákvörðunartöku stjórnenda á áfallatímum og í því samhengi verður skoðuð sérstaklega ákvarðanataka útibússtjóra bankaútibúa. Fjallað verður um hvernig staðið er að stefnumótun, hvort áhættumat, viðbragðsáætlanir og önnur áætlanagerð sé virk og í stöðugu endurmati. Skoðað er hvort breytingar hafi orðið á þeirri vinnu innan bankanna eftir efnahagshrunið sem varð í október 2008. Leitast er við að svara spurningum er varða það hvort yfirstjórnendur bankanna hafi reynt að undirbúa útibússtjórana undir áföll, hvort útibússtjórarnir nýti sér tæki og greiningaraðferðir við ákvörðunartöku og að lokum hvort stjórnendur séu að nýta sér þann lærdóm sem draga má af hruninu.
    Ritgerðinni er skipt upp í þrjá meginhluta og byrjar hún á fræðilegum inngangi þar sem hugað er að áföllum, áfallatíma og mismunandi birtingarmyndum þeirra. Fjallað er um fjármálageirann og efnahagshrunið. Næst eru stefnumótun og ákvörðunartaka skoðuð. Fjallað er um áfallastjórnun og hvaða þætti stjórnendur þurfa að virkja á öllum sviðum starfseminnar til að vera betur í stakk búnir til að takast á við áföll hvort sem þau eru af völdum náttúrunnar, tækni eða af efnahagslegum toga. Farið verður í uppbyggingu áhrifaríkrar viðbragðsáætlunar og nauðsyn þess að hafa ítarlegt áhættumat að byggja á og að það sé endurskoðað reglulega.
    Í öðrum hluta er rannsóknaraðferðinni lýst, greint frá þátttakendum og farið yfir framkvæmd rannsóknarinnar.
    Síðasti hlutinn felst í niðurstöðum, umræðum og ályktunum um niðurstöðu rannsóknarinnar. Að lokum er lítillega komið inn á mögulegar framtíðarrannsóknir.

Samþykkt: 
  • 2.8.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9782


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ákvörðunartaka stjórnenda á áfallatímum (2).pdf899.5 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna

Athugsemd: Verkefnið er læst í tvö ár frá útgáfu