is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild (og BSc sálfræði -2019) / Department of Business Administration >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9785

Titill: 
  • Hugsanleg innganga í Evrópusambandið og áhrif á atvinnuleysi á Íslandi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar ritgerðar er að kanna hvaða áhrif það hefði á atvinnuleysi á Íslandi að ganga inn í Evrópusambandið. Kannað er hvort það sé hægt að skýra breytingar á atvinnuleysi út frá helstu efnahagsþáttum Íslands. Gagna er aflað frá Eurostat til að finna út áhrif þess að ganga inn í Evrópusambandið á atvinnuleysi. Til stuðnings var kannað staðalfrávik allra ríkja ESB frá meðaltali atvinnuleysis frá árinu 2000 til 2010. Tekin eru svo fyrir lönd sem tengjast Íslandi mest miðað við núverandi efnahagsástand. Þar er kannað samdreifni milli landanna og Evrópusambandsins, þ.e. hvort löndin séu háð eða óháð sveiflum í sambandinu þegar breyting verður á atvinnuleysi. Fylgni var svo reiknuð út frá því hvort atvinnuleysi hækki eða lækki í sambandinu og í aðildarríkjunum. Til að greina betur þá efnahagsþætti sem koma mest við sögu þegar talað er um aðild að ESB, tókum við fyrir sjávarútveg, landbúnað og erlenda fjárfestingu. Einnig fannst höfundum mikilvægt að kanna hugsanleg áhrif á menntun við inngöngu í Evrópusambandið. Þegar skoðað er áhrif inngöngu í ESB á sjávarútveg, landbúnað, erlenda fjárfestingu og menntun, þá eru tekin söguleg gögn, staðreyndir frá Evrópusambandinu og öðrum stofnunum og þær upplýsingar skoðaðar með hliðsjón af því að ef Ísland myndi ganga inn í ESB. Niðurstöðurnar sýna að atvinnuleysistölurnar eru dreifðar um meðaltalið, samdreifnin er mishá og sama má segja um fylgnina þannig að innganga í ESB mun ekki hafa bein áhrif á atvinnuleysi. Breyting yrði í sjávarútvegsstefnunni en vegna mikilla ofveiða í ESB gæti það haft áhrif á atvinnuleysi til langstíma. Breyting yrði í eignarhaldi fyrirtækja en opið yrði fyrir erlenda fjárfestingu hér á landi. Það yrði lítil breyting í erlendri fjárfestingu nema í sjávarútvegi og gæti það haft slæm áhrif á atvinnu ef efnahagslegi ávinningurinn færi úr landi. Stöðugleiki í stjórnafari ætti að aukast við inngöngu og ætti því erlend fjárfesting að aukast. Landbúnaður á Íslandi mun minnka vegna opins markaðs, þar sem innflutningur á landbúnaðarafurðum yrði leyfður. Það mun samt sem áður ekki auka atvinnuleysi. Inngangan mun ekki hafa áhrif á menntun en þó þurfa Íslendingar að að sýna fram á jákvæða þróun til að markmið Bologna yfirlýsingunnar náist.

Samþykkt: 
  • 2.8.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9785


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS ritgerð-HR-ESB-nytt.pdf8.9 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna