EnglishisÍslenska

Member institutions

Search in


ThesisReykjavík University>Viðskiptadeild>BSc verkefni>

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/9792

Title
is

Á að leggja niður verðtryggingu á Íslandi?

Submitted
May 2011
Abstract
is

Ritgerð þessi fjallar um verðtryggingu og um það hvort það eigi að leggja hana niður eða ekki.Ýmsir þættir verða skoðaðir í þessu samhengi með það að markmiði að svara þessari spurningu. Hugtökunum verðbólga og verðtrygging verða meðal annars gefin góð skil ásamt nafnvöxtum og raunvöxtum, þar sem fræðilegir þættir verðtryggingar verða skoðaðir. Farið verður yfir kosti og galla verðtryggingar, að því loknu verða verðtryggð lán borin saman við óverðtryggð lán. Umfang verðtryggingarinnar verður skoðuð bæði hér á landi sem og í þeim löndum innan OECD sem við berum okkur gjarnan við. Leytast verður við að svara því hvort að hægt sé að losna við verðtrygginguna. Í framhaldi af því verður fjármálakerfið skoðað auk sjónarmiða valinkunna aðila á peningastefnu Seðlabankans í kjölfar hrunsins. Síðan verður fjallað um áhrif bankahrunsins á heimili landssins og að lokum verður niðurstaðan kynnt. Niðurstaða höfundar er sú að ekki sé tímabært að afnema verðtryggingu hér á landi í ljósi þess hversu mikil og óstöðug verðbólgan hefur verið ásamt litlu trausti almennings á stjórnvöldum. Hins vegar telur höfundur að afnema ætti verðtrygginguna ef réttar aðstæðar koma upp. Þegar talað er um réttar aðstæður þá er átt við stöðugleika í verðlagi ásamt trú almennings á stjórnvöldum til að takast á við verðbólguna.
Lykilorð eru:
Verðbólga, verðtrygging, raunvextir, nafnvextir, greiðslubyrði, óverðtryggð lán, verðtryggð lán, eignir og skuldir.

Comments
is

Viðskiptafræði

Accepted
02/08/2011


Artifacts
Name[Sortable]Size[Sortable]Visibility[Sortable]Description[Sortable]Format
A_ad_leggja_nidur_... .pdf1.1MBOpen Complete Text PDF View/Open