is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Félagsvísindadeild > Lokaverkefni í félagsvísindadeild (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9802

Titill: 
  • Um menningarneyslu á tímum internetsins : hvaða áhrif hefur internetið á það hvernig fólk neytir tónlistar?
  • Titill er á ensku On the consumption of culture in the digital age : what effect has the internet had on music purchases?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er fjallað um menningarneyslu og söludreifingu á tónlist og á hvaða hátt söludreifing í netverslunum er frábrugðin því sem gengur og gerist í hefðbundnum verslunum. Skoðaðar eru hefðbundnar kenningar um neyslu, menningu og söludreifingu og jafnframt skoðaðar nýlegar rannsóknir á viðfangsefninu og niðurstöður úr þeim rannsóknum bornar saman við eldri kenningar.
    Tekið var viðtal við Engilbert Hafsteinsson hjá netversluninni Tónlist.is til þess að fá sýn á hvernig netsölu til íslenskra neytenda er háttað.
    Niðurstaða höfundar er sú að internetið hefur aukið vöruúrval og neytendaábata umtalsvert. Jafnframt hefur söludreifing breyst, þó enn sem komið er sé óljóst hvað felist nákvæmlega í breytingunni.
    Þá er ljóst að því minna umstang sem fylgir því að kynnast nýrri tónlist því líklegra er að neytendur kaupi tónlist sem ekki flokkast til smella. Hins vegar er ljóst að neytendur kunna enn best að meta smellina. Þrátt fyrir að þungavigtarneytendur séu helstu neytendur lítt þekktra vara eru þeir samt sem áður ánægðari með smellina heldur en lítt þekktu vörurnar.
    Hvað íslenska netsölu varðar er ljóst að Íslendingar eru annað hvort mjög tregir við að nota netsölusíður til að kaupa tónlist, eða mjög tregir við að nota íslenskar netsölusíður til að kaupa tónlist.
    Netsala tónlistar á Íslandi er talsvert minna hlutfall af heildartónlistarsölu en gengur og gerist almennt í heiminum. Jafnframt er söludreifing hjá Tónlist.is mjög einsleit. Í það minnsta 96,4% af þeim titlum sem eru til sölu hjá Tónlist.is selja ekki eitt stykki á ársgrundvelli

Samþykkt: 
  • 2.8.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9802


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA.Hlynur.Hallgrims.skil.pdf1.08 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna